Dögun þurfti að breyta heiti framboðsins í Kópavogi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 11:51 Dögun og sjóræningjar var talið geta ruglað kjósendur Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Kjörstjórn Kópavogsbæjar fór fram á að heiti framboðs Dögunar yrði breytt til að valda ekki ruglingi meðal kjósenda í Kópavogi. Upphaflega átti framboðið að heita Dögun og sjóræningjar í Kópavogi, en hefur nú verið breytt í nafnið Dögun og umbótasinnar í Kópavogi. Þetta er gert vegna þess að framboð Pírata er einnig til staðar í Kópavogi og vildi kjörstjórn aðgreina þessi tvö framboð betur á kjörseðlinum í sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí næstkomandi. „Það er mjög skýrt kveðið á um þetta í 38.gr laga um Alþingiskosningar, að ef einhver hætta er á því að fólk geti ruglast á framboðum þá þurfi að laga það. Þarna er ákveðin villuhætta sem við viljum komast fyrir,“ segir Snorri Tómasson, formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi. Forsvarsmenn framboðs Dögunar voru ekki sáttir við þessa breytingu og segja á Facebook síðu sinni að þeir hafi meiri trú á kjósendum Kópavogsbæjar en þetta, en svona verði þetta víst að vera. Þeir una því úrskurði kjörstjórnar og hafa breytt heiti framboðs síns. Baldvin Björgvinsson er fjórði maður á lista Dögunar og umbótasinna. Hann segir framboðið hafa lagað þetta eftir tilmælin. „Það skiptir svo sem ekki máli hvað stendur þarna fyrir aftan,“ sagði Baldvin þegar Vísir náði tali af þeim. Vísir hefur áður greint frá vandræðagangi Pírata og Dögunar með að setja saman lista í sveitarfélaginu. Stjórn Pírata sagði af sér á miklum hitafundi fyrir helgi og kosin var ný stjórn til bráðabirgða. Forsvarsmenn Pírata höfðu þá verið að vinna að framboði Dögunar og safnað undirskriftum fyrir það framboð. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10 Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28 Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01 "Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Framboðslisti Pírata tilbúinn í Kópavogi Ingólfur Árni Gunnarsson, stjórnarmaður í félagi Pírata í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi nú rétt í þessu að framboðslisti Pírata væri tilbúinn í Kópavogi. 10. maí 2014 11:10
Uppreisn í Pírataskútunni í Kópavogi Stjórn Pírata í Kópavogi vinnur nú að framboði Dögunar. 9. maí 2014 16:28
Stjórn Pírata í Kópavogi segir af sér Félagsfundur Pírata í kvöld var sannkallaður hitafundur. 9. maí 2014 00:01
"Vildu koma sér og sínum að“ Stjórn Pírata í Kópavogi sagði af sér á hitafundi í gærkvöld. Fráfarandi stjórn ætlaði að virða niðurstöður netprófkjörs að vettugi og leggja fram nýjan lista í nafni Dögunar. 10. maí 2014 14:13