Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. júlí 2015 12:15 Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira