Mikilvægt að horfast í augu við tölvuleikjafíkn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2019 15:30 Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic verða í spjalli á Stöð 2 í kvöld. Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims Rafíþróttir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Stjórnarformaður nýlega stofnaðra Rafíþróttasamtaka Íslands vill að tölvuleikjaástundun geti orðið heilsubót fyrir ungt fólk frekar en hið gagnstæða. Keppt verður í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum í Laugardal í fyrsta sinn nú um helgina. „Rafíþróttir eru í rauninni spilun á tölvuleikjum undir forsendum íþrótta. Þú ert partur af liði, þú ert að æfa markvisst, þú ert að hugsa um líkamlega og andlega heilsu, þú ert að sofa vel og þetta fer allt inn í það að vera íþróttamaður – þó keppnisíþróttavöllurinn sé ekki frjálsíþróttavöllur heldur stafrænn leikvöllur,“ segir stjórnarformaðurinn Ólafur Hrafn Steinarsson.Vinsælla en Super Bowl Rafíþróttakeppni helgarinnar fer fram í Laugardalshöll, en keppendur sitja uppi á sviði, leikjunum er lýst fyrir áhorfendur og pláss verður fyrir um þúsund manns í sætum. Þrátt fyrir að viðburðurinn kunni að hljóma nokkuð stór segir Ólafur hreyfinguna frekar stutt komna hér á landi í alþjóðlegum samanburði. „Ef við tökum dæmi, heimsmeistaramótið í League of Legends sem var núna nýlega þá horfðu 200 milljón manns á útsendinguna. Það er til dæmis næstum því tvöfalt áhorfið á Super Bowl, sem er einn stærsti íþróttaviðburður heims,“ segir Ólafur. Hann segir mikilvægt að loka ekki augunum fyrir vandamálum á borð við tölvuleikjafíkn og telur rétt að fleiri úrræði og betri umgjörð sé utan um aðstoð við þann hóp, sem oft sé talsvert jaðarsettur. Þá sé markmið Rafíþróttasamtakanna ekki að börn ungmenni séu að spila tölvuleiki daginn út og daginn inn, heldur frekar að starfinu svipi í auknum mæli til íþróttaæfinga – þar sem takmarkaður hluti dagsins fer í markvissar æfingar. „Minn draumur er að sjá krakka æfa rafíþróttir og íþróttir, hugsa um líkamlegu hliðina og hugarleikfimina.“ Þeir Marteinn Gíslason og Nikola Milansson Remic eru í einu þeirra liða sem keppa í leiknum League of Legends um helgina, Marteinn sem leikmaður og Nikola sem þjálfari. Þeir segjast ótvírætt líta á greinina sem íþrótt. „Þetta er kannski ekki að hlaupa um, en skák er íþrótt og þú notar heilann í það. Þetta er svona svipað, þú notar hendurnar og heilann,“ segir Nikola. Rætt verður við þá Ólaf, Martein og Nikola í Íslandi í dag um rafíþróttir, æfingar, framtíðarsýnina, tölvuleikjafíkn og fleira í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvölfréttir.Klippa: Tölvuleikjamót eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims
Rafíþróttir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið