Icelandair endurgreiddi farþega í mætingarskyldumáli en hafnaði ábyrgð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 18:48 Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Viðskipti innlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Viðskipti innlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Viðskipti innlent Halda jólin frítt með inneign í appinu Samstarf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00