Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2019 12:15 Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars. Vísir/vilhelm Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu.Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, er hann og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, rökstuddu ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti niður í 3,5 prósent, auk þess sem að þeir kynntu efni Peningamála.Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir lækkun stýrivaxta kom fram að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafa versnað þar sem útlit sé fyrir að það taki ferðaþjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins. WOW air hætti sem kunnugt er rekstri í vor og Icelandair hefur ekki getað tekið glænýjar 737 MAX-vélar sínar í vegna alþjóðlegs flugbanns á MAX-vélunum. Það hefur haft sitt að segja í rekstri félagsins.„Það sem af er þessu ári er ljóst að ferðamönnum er að fækka meira en við höfum gert ráð fyrir. Á öðrum ársfjórðungi var fækkunin komin í einhver 19 prósent,“ sagði Þórarinn. Það hafi meðal annars haft þau áhrif að útflutningur hafi dregist saman.„Meginástæðan fyrir þessum samdrætti var útflutt þjónusta sem dróst saman um næstum því átta prósent. Þar vegur þyngst þessi viðsnúningur í ferðaþjónustu sem var þegar farinn að sjást merki um á fyrsta ársfjórðungi, þó að WOW hafi ekki fallið fyrr en á öðrum ársfjórðungi. Það endurspeglar þá það WOW flugfélagið var þegar farið að draga mikið úr sínum umsvifum,“ sagði Þórarinn. Max-áhrifanna gætir á þessu ári og því næsta Það sem vegi þó upp á móti þessu væri að samsetning á þeim ferðamönnum sem hingað komi til lands hafi breyst að undanförnu. Þeir eyði meira en áður.„Til dæmis kortavelta á föstu verði í krónum talið er komin í einhver 20 prósent aukningu sem er náttúrulega gríðarlega mikið,“ sagði Þórarinn.Horfurnar fyrir árið í ár hafi hins vegar versnað.„Bæði endurspeglar það að fækkunin er meiri en við höfðum reiknað með og síðan eru horfurnar með hvernig Icelandair myndi taka þennan slaka hafa versnað. Þessar Max-flugvélar þeirra eru að koma síðar í notkun en við reiknuðum með. Þannig við erum að reikna með heldur meiri samdrætti í ferðaþjónustu í ár heldur en við gerðum í maíspánni okkar,“ sagði Þórarinn og nefndi töluna fimm prósent, í stað fjögur prósent áður.MAX-áhrifin myndu einnig hafa áhrif á efnahagshorfur fyrir næsta ár.„Þar erum við fyrst og fremst að meta það þannig að batinn í ferðaþjónustunni verði hægari heldur en við gerðum ráð fyrir, til dæmis vegna þess að þessar MAX-vélar komast ekki í notkun alveg strax á næsta ári,“ sagði Þórarinn. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/ÞÞVoru bjartsýnni síðast Á fundinum var hann spurður nánar út í það af hverju batinn í ferðaþjónustunni yrði hægari en áður var gert ráð fyrir, að mati Seðlabankans.„Það er rétt að við erum svartsýnni á það hversu hratt ferðaþjónustan mun vinda ofan af þessum áföllum sem dunið hafa yfir núna undanfarið. Stærsta ástæðan er einfaldlega að við erum búin að endurskoða hvenær þessar MAX-flugvélar taka til starfa. Við vorum bjartsýnni hvenær það myndi það gerast í maí, heldur en við erum núna.“Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok en Boeing vinnur nú að því fá samþykki flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum fyrir því að fullnægjandi breytingar hafi verið gerðar á vélinni, svo aflétta megi flugbanni sem sett var á hana eftir tvö mannskæð flugslys. Boeing Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23 Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. 28. ágúst 2019 09:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu.Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, er hann og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, rökstuddu ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti niður í 3,5 prósent, auk þess sem að þeir kynntu efni Peningamála.Í rökstuðningi peningastefnunefndar fyrir lækkun stýrivaxta kom fram að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafa versnað þar sem útlit sé fyrir að það taki ferðaþjónustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll ársins. WOW air hætti sem kunnugt er rekstri í vor og Icelandair hefur ekki getað tekið glænýjar 737 MAX-vélar sínar í vegna alþjóðlegs flugbanns á MAX-vélunum. Það hefur haft sitt að segja í rekstri félagsins.„Það sem af er þessu ári er ljóst að ferðamönnum er að fækka meira en við höfum gert ráð fyrir. Á öðrum ársfjórðungi var fækkunin komin í einhver 19 prósent,“ sagði Þórarinn. Það hafi meðal annars haft þau áhrif að útflutningur hafi dregist saman.„Meginástæðan fyrir þessum samdrætti var útflutt þjónusta sem dróst saman um næstum því átta prósent. Þar vegur þyngst þessi viðsnúningur í ferðaþjónustu sem var þegar farinn að sjást merki um á fyrsta ársfjórðungi, þó að WOW hafi ekki fallið fyrr en á öðrum ársfjórðungi. Það endurspeglar þá það WOW flugfélagið var þegar farið að draga mikið úr sínum umsvifum,“ sagði Þórarinn. Max-áhrifanna gætir á þessu ári og því næsta Það sem vegi þó upp á móti þessu væri að samsetning á þeim ferðamönnum sem hingað komi til lands hafi breyst að undanförnu. Þeir eyði meira en áður.„Til dæmis kortavelta á föstu verði í krónum talið er komin í einhver 20 prósent aukningu sem er náttúrulega gríðarlega mikið,“ sagði Þórarinn.Horfurnar fyrir árið í ár hafi hins vegar versnað.„Bæði endurspeglar það að fækkunin er meiri en við höfðum reiknað með og síðan eru horfurnar með hvernig Icelandair myndi taka þennan slaka hafa versnað. Þessar Max-flugvélar þeirra eru að koma síðar í notkun en við reiknuðum með. Þannig við erum að reikna með heldur meiri samdrætti í ferðaþjónustu í ár heldur en við gerðum í maíspánni okkar,“ sagði Þórarinn og nefndi töluna fimm prósent, í stað fjögur prósent áður.MAX-áhrifin myndu einnig hafa áhrif á efnahagshorfur fyrir næsta ár.„Þar erum við fyrst og fremst að meta það þannig að batinn í ferðaþjónustunni verði hægari heldur en við gerðum ráð fyrir, til dæmis vegna þess að þessar MAX-vélar komast ekki í notkun alveg strax á næsta ári,“ sagði Þórarinn. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans.Vísir/ÞÞVoru bjartsýnni síðast Á fundinum var hann spurður nánar út í það af hverju batinn í ferðaþjónustunni yrði hægari en áður var gert ráð fyrir, að mati Seðlabankans.„Það er rétt að við erum svartsýnni á það hversu hratt ferðaþjónustan mun vinda ofan af þessum áföllum sem dunið hafa yfir núna undanfarið. Stærsta ástæðan er einfaldlega að við erum búin að endurskoða hvenær þessar MAX-flugvélar taka til starfa. Við vorum bjartsýnni hvenær það myndi það gerast í maí, heldur en við erum núna.“Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok en Boeing vinnur nú að því fá samþykki flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum fyrir því að fullnægjandi breytingar hafi verið gerðar á vélinni, svo aflétta megi flugbanni sem sett var á hana eftir tvö mannskæð flugslys.
Boeing Icelandair Seðlabankinn Tengdar fréttir MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23 Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. 28. ágúst 2019 09:45 Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58 Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23
Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óviss varðandi WOW Air er frá. 28. ágúst 2019 09:45
Stýrivextir lækka í 3,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,5%. 28. ágúst 2019 08:58
Vilja meira en 115 milljónir dollara í bætur frá Boeing vegna MAX-vélanna Rússneska flugvélaleigufyrirtækið Avia hefur höfðað mál á hendur bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna 737 MAX 8-vélanna sem voru kyrrsettar um allan heim fyrr á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys. 27. ágúst 2019 22:00