Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 13:10 Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Fréttablaðið/ANTON BRINK Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“ Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“
Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15