Ísland á skömmum tíma náð í skottið á ríkustu þjóðunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2019 15:07 Lilja Alfreðsdóttir, Bjarni Benediktsson og Angel Gurría á kynningu skýrslunnar. Íslenskt efnahagsumhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, sem birt var í dag og kynnt á blaðamannafundi. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Að þessu sinni var auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál sérstaklega fjallað um útgjöld ríkissjóðs og menntamál, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í skýrslunni segir að Ísland hafi með skömmum hætti náð í skottið á ríkustu ríkjum OECD. Ytri áhrif og góð stefna hafi ýtt undir hagvöxt, minna atvinnuleysi, lága verðbólgu og stöðugleika í fjármálum ríkisins. Þó sé vöxturinn að taka skarpa u-beygju vegna skyndlegrar fækkunar ferðamanna og veikrar stöðu í útflutningi á sjávarútvegi. Þá séu laun að hækka hraðar en framleiðni. Í skýrslu OECD kemur fram að lífskjör á Íslandi séu með því besta sem þekkist meðal aðildarríkja OECD. Það byggist á miklum hagvexti undanfarin ár með litlu atvinnuleysi, lágri verðbólgu og jákvæðum ytri skilyrðum. Á sama tíma hafi umgjörð hins opinbera verið styrkt og fjármálastjórnin einkennst af varfærni og lækkun skulda. Staða hins opinbera sé því sterk og sjálfbær. OECD er bjartsýnna á þróun hagvaxtar á þessu ári en innlendir aðilar. Stofnunin spáir 0,2% hagvexti á þessu ári og 2,2% á því næsta. Helstu tilmæli OECD lúta að umbótum í menntamálum og ríkisrekstri eins og lesa má hér að neðan.Skýrsluna í heild má lesa hér.Opinber rekstur Virða á umgjörð opinberra fjármála og skuldareglu í lögum um opinber fjármál og lækka skuldir frekar. Hvatt er til að haldið verði áfram með áætlanir um sölu banka. Tryggja ber aðskilnað reksturs og eftirlits í fjármálakerfinu. Auka þarf áherslu á endurmat útgjalda og útvíkka það til stærstu útgjaldasviða ríkisins, ekki síst mennta- og heilbrigðiskerfis, í samræmi við reynslu annarra þjóða. Styrkja stöðu fjármálaráðs t.d. með því að sameina það Ríkisendurskoðun. Forgangsraða í innviðauppbyggingu með arðsemi að leiðarljósi. Auka ætti fjárfestingu í vegum, flutningskerfi rafmagns og gagna. Taka ætti upp veggjöld til að stýra eftirspurn og til reksturs á vegakerfinu. Leggja þarf aukna áherslu á að styðja við atvinnuþátttöku og auka hvata til hennar m.a. með því að draga úr áherslu á bótagreiðslur. Efla ætti heilsugæsluna og auka hliðvörslu að sérfræðilæknum. Auka ætti greiðsluþátttöku í sjúkrahúskostnaði en draga úr henni annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Hvetja þarf til sameininga sveitarfélaga með fjárhagslegum hvötum. Styrkja ætti stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu með auknu samstarfi og mögulega koma á svæðisstjórn.Framleiðni og samkeppnishæfni Einfalda ætti rekstrarumhverfi fyrirtækja, sérstaklega í þjónustu- og flutningsgreinum. Draga þarf úr hindrunum fyrir beinni erlendri fjárfestingu. Launaákvarðanir ættu að fylgja framleiðnivexti og treysta þarf umgjörð kjarasamninga. Stuðla að hreyfanleika vinnuafls yfir í framleiðnari greinar með aukinni menntun. Bent er á að vissulega stuðli lítill launamunur að jöfnuði en dragi úr hvata til menntunar og þar með aukinnar verðmætasköpunar.Grænn hagvöxtur Hækka ætti kolefnisskatta og breikka skattstofninn með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Tengja ætti styrki í landbúnaði við sjálfbæra landnotkun og umhverfisvæna framleiðslu fremur en magnMenntun og hæfni Bæta gæði kennslu, m.a. með aukinni starfsþjálfun kennara og einstaklingsmiðari endurmenntun þeirra. Lagt er til að tengja launasetningu kennara erfiðleikastigi milli skólastiga í auknum mæli og árangurstengja kennsluna í ríkari mæli. Fjármögnun háskólastigsins ætti að þróa í auknum mæli í takt við árangur nemenda og þarfir vinnumarkaðarins. Auka möguleika á einkafjármögnun, m.a. erlendri, á háskólastiginu sérstaklega á svið rannsókna og þróunar. Efla íslenskukennslu fyrir börn innflytjenda. Þróa líkön til að meta menntunarþörf byggða á nokkrum mismunandi þáttum. Auka verkkunnáttu með meiri samþættingu verk- og bóknáms. Beina fjármagni að hluta til háskólagreina sem skila þekkingu sem vinnumarkaðurinn kallar eftir. Bæta læsi m.a. með því að hafa lestur lengur sem kjarnafag í grunnskóla. Auka þarf mat á árangri í grunnskólakennslu með því að þróa matskerfi. Einfalda umgjörð verknáms og samræma það. Tryggja öllum nemum í verknámi aðgang að verklegu námi og verknámstíma við hæfi. Tryggja aukið samstarf hins opinbera og háskólastofnana. Auka samstarf háskóla við atvinnulífið með því að beina fjármagni í samstarfsverkefni. Hvetja til endurmenntunar, ekki síst þeirra sem ekki eru langskólagengnir. Bæta gagnasöfnun um hæfni og menntun einstaklinga, sem og gagnavinnslu. Halda betur utan um þá þekkingu sem er til staðar og stuðla að því að geta nýtt hana á árangursríkari hátt, ekki síst þekkingu innflytjenda. Bæta íslenskukennslu og bæta og auka mat á erlendum réttindum og hæfni. Herða ætti örorkumatsskilyrðin og auka stuðning við áframhaldandi atvinnuþátttöku. Efnahagsmál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Íslenskt efnahagsumhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, sem birt var í dag og kynnt á blaðamannafundi. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra og Lilju D. Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Að þessu sinni var auk venjubundinnar umfjöllunar um íslensk efnahagsmál sérstaklega fjallað um útgjöld ríkissjóðs og menntamál, segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Í skýrslunni segir að Ísland hafi með skömmum hætti náð í skottið á ríkustu ríkjum OECD. Ytri áhrif og góð stefna hafi ýtt undir hagvöxt, minna atvinnuleysi, lága verðbólgu og stöðugleika í fjármálum ríkisins. Þó sé vöxturinn að taka skarpa u-beygju vegna skyndlegrar fækkunar ferðamanna og veikrar stöðu í útflutningi á sjávarútvegi. Þá séu laun að hækka hraðar en framleiðni. Í skýrslu OECD kemur fram að lífskjör á Íslandi séu með því besta sem þekkist meðal aðildarríkja OECD. Það byggist á miklum hagvexti undanfarin ár með litlu atvinnuleysi, lágri verðbólgu og jákvæðum ytri skilyrðum. Á sama tíma hafi umgjörð hins opinbera verið styrkt og fjármálastjórnin einkennst af varfærni og lækkun skulda. Staða hins opinbera sé því sterk og sjálfbær. OECD er bjartsýnna á þróun hagvaxtar á þessu ári en innlendir aðilar. Stofnunin spáir 0,2% hagvexti á þessu ári og 2,2% á því næsta. Helstu tilmæli OECD lúta að umbótum í menntamálum og ríkisrekstri eins og lesa má hér að neðan.Skýrsluna í heild má lesa hér.Opinber rekstur Virða á umgjörð opinberra fjármála og skuldareglu í lögum um opinber fjármál og lækka skuldir frekar. Hvatt er til að haldið verði áfram með áætlanir um sölu banka. Tryggja ber aðskilnað reksturs og eftirlits í fjármálakerfinu. Auka þarf áherslu á endurmat útgjalda og útvíkka það til stærstu útgjaldasviða ríkisins, ekki síst mennta- og heilbrigðiskerfis, í samræmi við reynslu annarra þjóða. Styrkja stöðu fjármálaráðs t.d. með því að sameina það Ríkisendurskoðun. Forgangsraða í innviðauppbyggingu með arðsemi að leiðarljósi. Auka ætti fjárfestingu í vegum, flutningskerfi rafmagns og gagna. Taka ætti upp veggjöld til að stýra eftirspurn og til reksturs á vegakerfinu. Leggja þarf aukna áherslu á að styðja við atvinnuþátttöku og auka hvata til hennar m.a. með því að draga úr áherslu á bótagreiðslur. Efla ætti heilsugæsluna og auka hliðvörslu að sérfræðilæknum. Auka ætti greiðsluþátttöku í sjúkrahúskostnaði en draga úr henni annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Hvetja þarf til sameininga sveitarfélaga með fjárhagslegum hvötum. Styrkja ætti stjórnsýsluna á höfuðborgarsvæðinu með auknu samstarfi og mögulega koma á svæðisstjórn.Framleiðni og samkeppnishæfni Einfalda ætti rekstrarumhverfi fyrirtækja, sérstaklega í þjónustu- og flutningsgreinum. Draga þarf úr hindrunum fyrir beinni erlendri fjárfestingu. Launaákvarðanir ættu að fylgja framleiðnivexti og treysta þarf umgjörð kjarasamninga. Stuðla að hreyfanleika vinnuafls yfir í framleiðnari greinar með aukinni menntun. Bent er á að vissulega stuðli lítill launamunur að jöfnuði en dragi úr hvata til menntunar og þar með aukinnar verðmætasköpunar.Grænn hagvöxtur Hækka ætti kolefnisskatta og breikka skattstofninn með því að skattleggja losun iðnaðar og landbúnaðar. Tengja ætti styrki í landbúnaði við sjálfbæra landnotkun og umhverfisvæna framleiðslu fremur en magnMenntun og hæfni Bæta gæði kennslu, m.a. með aukinni starfsþjálfun kennara og einstaklingsmiðari endurmenntun þeirra. Lagt er til að tengja launasetningu kennara erfiðleikastigi milli skólastiga í auknum mæli og árangurstengja kennsluna í ríkari mæli. Fjármögnun háskólastigsins ætti að þróa í auknum mæli í takt við árangur nemenda og þarfir vinnumarkaðarins. Auka möguleika á einkafjármögnun, m.a. erlendri, á háskólastiginu sérstaklega á svið rannsókna og þróunar. Efla íslenskukennslu fyrir börn innflytjenda. Þróa líkön til að meta menntunarþörf byggða á nokkrum mismunandi þáttum. Auka verkkunnáttu með meiri samþættingu verk- og bóknáms. Beina fjármagni að hluta til háskólagreina sem skila þekkingu sem vinnumarkaðurinn kallar eftir. Bæta læsi m.a. með því að hafa lestur lengur sem kjarnafag í grunnskóla. Auka þarf mat á árangri í grunnskólakennslu með því að þróa matskerfi. Einfalda umgjörð verknáms og samræma það. Tryggja öllum nemum í verknámi aðgang að verklegu námi og verknámstíma við hæfi. Tryggja aukið samstarf hins opinbera og háskólastofnana. Auka samstarf háskóla við atvinnulífið með því að beina fjármagni í samstarfsverkefni. Hvetja til endurmenntunar, ekki síst þeirra sem ekki eru langskólagengnir. Bæta gagnasöfnun um hæfni og menntun einstaklinga, sem og gagnavinnslu. Halda betur utan um þá þekkingu sem er til staðar og stuðla að því að geta nýtt hana á árangursríkari hátt, ekki síst þekkingu innflytjenda. Bæta íslenskukennslu og bæta og auka mat á erlendum réttindum og hæfni. Herða ætti örorkumatsskilyrðin og auka stuðning við áframhaldandi atvinnuþátttöku.
Efnahagsmál Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira