Auglýsir allt hlutafé í Samskiptum til sölu Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2019 09:15 Tugum starfmanna Íslandspósts var var sagt upp hjá Íslandspósti í síðasta mánuði. vísir/vilhelm Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að salan á félaginu fari fram í samstarfi við Deloitte sem sé ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði sé til 10. október næstkomandi. Samskipti er fyrirtæki sem starfar á prentmarkaði og var stofnað árið 1978. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur standi á tímamótum og nauðsynlegt sé að líta á alla hluta rekstrarins og endurmeta hvernig fyrirtækið eigi að vera byggt upp til framtíðar. „Undanfarið hafa stjórnendur og stjórn félagsins unnið saman að gerð áætlunar til þess að umbreyta rekstrinum og hefur meðal annars verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. Salan á Samskiptum er hluti af þessu breytingaferli en okkar helstu markmið eru að stórbæta þjónustu til viðskiptavina, snúa rekstri Íslandspósts úr tapi í hagnað og einbeita okkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Prentsmiðjurekstur er ekki hluti af þeirri kjarnastarfsemi og því var ákveðið að selja félagið. Við vonumst til að söluferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig enda er Samskipti þekkt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði og er sem slíkt mjög áhugaverður fjárfestingarkostur,“ segir Birgir. Íslandspóstur á 100% í Samskiptum, en hagnaður Samskipta nam 10,1 milljóna króna á síðasta ári og var eigið fé í árslok 78,0 milljónir. Hlutafé félagsins nam í árslok 57 milljónum króna. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli. Íslandspóstur Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Íslandspóstur auglýsti í dag allt hlutafé í dótturfélagi sínu, Samskiptum, til sölu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. Þar segir að salan á félaginu fari fram í samstarfi við Deloitte sem sé ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, en frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði sé til 10. október næstkomandi. Samskipti er fyrirtæki sem starfar á prentmarkaði og var stofnað árið 1978. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Íslandspósts, að Íslandspóstur standi á tímamótum og nauðsynlegt sé að líta á alla hluta rekstrarins og endurmeta hvernig fyrirtækið eigi að vera byggt upp til framtíðar. „Undanfarið hafa stjórnendur og stjórn félagsins unnið saman að gerð áætlunar til þess að umbreyta rekstrinum og hefur meðal annars verið gripið til víðtækra hagræðingaraðgerða og endurskipulagningar. Salan á Samskiptum er hluti af þessu breytingaferli en okkar helstu markmið eru að stórbæta þjónustu til viðskiptavina, snúa rekstri Íslandspósts úr tapi í hagnað og einbeita okkur að kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Prentsmiðjurekstur er ekki hluti af þeirri kjarnastarfsemi og því var ákveðið að selja félagið. Við vonumst til að söluferlið gangi hratt og örugglega fyrir sig enda er Samskipti þekkt og öflugt fyrirtæki á sínu sviði og er sem slíkt mjög áhugaverður fjárfestingarkostur,“ segir Birgir. Íslandspóstur á 100% í Samskiptum, en hagnaður Samskipta nam 10,1 milljóna króna á síðasta ári og var eigið fé í árslok 78,0 milljónir. Hlutafé félagsins nam í árslok 57 milljónum króna. Annað dótturfélag Íslandspóst, Gagnageymslan, er jafnframt í söluferli.
Íslandspóstur Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15 Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. 21. ágúst 2019 06:15
Spyr hvort Pósturinn hefði ekki mátt hagræða fyrr Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að ræða málefni Íslandspósts. Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefndinni, átti frumkvæði að fundinum. 2. september 2019 06:45