Búinn að ná einu stærsta markmiðinu sínu Eiður Þór Árnason skrifar 12. september 2021 08:01 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur lært að treysta ávallt sínu eigin innsæi. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson tók snemma þá ákvörðun að hann myndi aldrei láta peninga stjórna lífi sínu eða hafa þráhyggju yfir því hvað hann ætti mikið inn á bankabók. „Mér finnast peningar vera rót alls ills. Ég á í einhverju ástar-haturssambandi við peninga.“ Páll Óskar var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Heimsfaraldurinn reyndi mjög á tónlistarmenn og aðra sem hafa lifibrauð sitt af því að standa fyrir framan mannfjölda. Samkomubann útilokaði fjölmenna tónleika og hverjum viðburðinum á fætur öðrum var aflýst eða frestað. Palli gat sungið í jarðarförum þegar öll önnur gigg féllu niður og þakkar fyrir að vera það fjölhæfur að geta stýrt risadansleik einn daginn og sungið í jarðarför sólarhring síðar. Raggi Bjarna var góður vinur Páls Óskars og kenndi honum mikilvægar lexíur í fjármálum. Hann er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum snemma á ferlinum á meðan hann spilaði með hljómsveitinni Milljónamæringunum á Hótel Sögu. ,,Það er magnað að segja frá því en hann er fyrsta manneskjan í heiminum sem horfði í augun á mér og spurði: „Palli hvernig hefurðu það í buddunni? Þú verður að fara vel með peningana þína,““ segir Palli og hlær. Þá lexíu hafði Raggi lært af biturri reynslu eftir að hafa lent í fjárhagsvandræðum Raggi kenndi Palla ekki síður að hann mætti aldrei fá leið á vinsælustu lögunum sínum og hrökk alltaf í gírinn þó hann væri að syngja Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig í fimm þúsundasta skiptið. Dauðir hlutir ekki undirstaða hamingjunnar Páll Óskar segist hafa lært það í faraldrinum að hann væri ekki efnishyggjumaður og nýtti tækifærið til að draga úr neyslu og losa sig við dót sem hann þurfti ekki lengur. „Ég þarf ekki að hrúga í kringum mig einhverjum dauðum hlutum til að gera mig hamingjusaman. Það gerir mig alveg nógu hamingjusaman að halda á hljóðnema, syngja og fá þá viðurkenningu að heyra lagið mitt spilað í útvarpinu, svo ég er mjög sáttur þarna.“ Páll Óskar flutti nýverið fallega útgáfu af lagi sínu Er þetta ást ásamt Magnúsi Jóhanni píanóleikara í 35 ára afmælisfögnuði Bylgjunnar. Þegar faraldurinn skall á tók Palli meðal annars til í fataskápnum og sá að hann átti fullt af fötum sem hann hafði aldrei farið í. Leiddi þetta til þess að hann hefur ekki þurft að kaupa sér föt í að verða tvö ár. Hann segist vera búinn að koma sér vel fyrir í lífinu, eiga íbúð og ekki hafa neina þörf fyrir að endurnýja öll húsgögnin eða aðrar eigur sínar. „Ég er svo heppinn að ég bý í íbúð sem ég á og það var eiginlega það eina sem ég vildi, svona eina krafan sem ég gerði til mín: Að eignast íbúð, borga hana alveg upp í topp og eiga hana alveg eins og pabbi og mamma gerðu í gamla daga.“ Palli keypti sér íbúð í þriggja hæða húsi í Vesturbænum árið 2003 og keypti síðar miðhæðina ásamt nágrannakonu sinni sem þau skiptu upp. Eiga þau nú bæði eina og hálfa hæð í húsinu og vilja hvergi annars staðar vera. „Ég finn alveg að ég er kominn á stað sem ég vil búa á og mér líður ofsalega vel á. Það skipti mig gríðarlegu máli að búa mér til heimili og hreiður sem ég ætti skuldlaust.“ Lenti í skuldavanda eftir mislukkaða plötuútgáfu Þegar faraldurinn skall á skipti miklu máli að Páll Óskar var búinn að vinna sig upp úr fjárhagslegum hremmingum sem hann lenti í eftir misheppnaða plötuútgáfu árið 1999. Hann kláraði ekki að vinna sig út úr skuldunum fyrr en á árunum 2006 til 2007. „Það er bara tímabil sem ég vil aldrei aftur upplifa. En þetta var mér að kenna og ég veit nákvæmlega hvað gerðist. Ég gef út plötu í meðvirkni því mér fannst ég verða að troða út plötu á jólamarkaðinn árið 1999. Ég var að vinna með bestu pródúsentum sem völ var á og allan tímann á meðan ég var að vinna plötuna þá var ég með hnút í maganum. Ég vissi allan tímann að það voru engir hittarar á plötunni. Ég fór beint gegn betri vitund. Ég tek plötuna út hálfbakaða úr ofninum og hefði átt að vinna lengur í henni.“ Páll Óskar er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.Vísir/Vilhelm Platan bar titilinn Deep Inside Paul Oscar og Palli segir að hún hafi reynst honum rándýr lexía sem hafi kennt honum að treysta eigin innsæi. „Ég lærði þarna að eilífu að innsæi mitt hefur alltaf rétt fyrir sér.“ Hann segir að platan hafi verið gefin út þegar hann leit of stórt á sig og trúði því einfaldlega að allt sem hann snerti yrði að gulli. ,,Maður byrjar ekki að læra neitt fyrr en fyrsta floppið kemur, þá í alvörunni ertu fullfær um að kenna öðru fólki.“ Platan var rándýr í framleiðslu og þurfti að seljast í 7.000 eintökum til að standa undir kostnaði en á þessum tíma þótti eðlilegt að selja 3.000 eintök. Eftir að hann kom sér úr skuldavandanum byrjaði Palli að eyða peningum í sparnað. Fljótlega greiddi hann nokkuð góða upphæð í fjóra mismunandi sjóði og þegar faraldurinn skall á gat hann tekið út úr þeim og fengið greitt úr séreignarsparnaði. Þessir peningar dugðu honum fyrstu fjóra til fimm mánuðina en eftir það hjálpaði tekjufallsstyrkur og önnur opinber úrræði að dekka fastan kostnað. Þá stóðu hins vegar eftir fáar krónur og jarðarfarir hjálpuðu Palla að eiga fyrir mjólk í ísskápinn. Hann endaði þó á því að þurfa að taka mikinn yfirdrátt hjá viðskiptabankanum sínum sem hann situr uppi með í dag. Palli ræddi um makaleitina, venjulegan dag í hans lífi, einstakt samstarf við hörpuleikarann Moniku Abendroth og margt fleira í Einkalífinu árið 2018. Hefur horft á tónlistargeirann gjörbreytast Páll Óskar gaf út sína fyrstu plötu árið 1993 og hefur upplifað veigamiklar tæknibreytingar á eigin skinni. Eftir að hafa eytt miklu fjármagni og orku í að framleiða geisladiska er það nánast liðin tíð að tónlist sé seld á föstu formi. Palli segir að þrátt fyrir líflega plötuútgáfu hér áður fyrr hafi það frekar verið undantekning ef íslenskar plötur lentu réttum megin við núllið. Oft hafi verið litið á plötur sem kynningarefni sem ýtti undir tekjur af lifandi flutningi á böllum og tónleikum. Mikil umræða hefur verið um það hversu litlar tekjur flestir tónlistarmenn fá vegna spilunar á tónlistarstreymisveitum á borð við Spotify. Páll Óskar telur sig þó vera heppinn að þurfa ekki að gefa út tónlist á geisladiski í dag. „Þetta er brjálæðislega dýrt form. Næstum því allt budgetið fór í að pressa og prenta geisladiska með plastumslögum og dýrasti þátturinn var að prenta bæklinginn sem fylgdi með í fjórlit.“ Páll Óskar hefur verið áberandi í réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi og vakið mikla lukku í Gleðigöngu Hinsegin daga.Vísir/Tinni Palli segir að hann hafi örsjaldan fengið tekjur af plötunum sínum. Þær fyrstu til að koma út í einhverjum plús hafi verið Ef ég sofna ekki sem hann gaf út með hörpuleikaranum Moniku Abendroth árið 2001 og Allt fyrir ástina frá árinu 2007. Annars hafi hann verið sáttur við að ná um það bil fyrir framleiðslukostnaði. Palli segist geta vel við unað og þakkar fyrir að vera popptónlistarmaður sem fagni þrjátíu ára starfsafmæli. Hann elski starfið og ætli að troða upp eins lengi og heilsan leyfi. „Ég er til í að deyja á sviðinu líkt og Raggi Bjarna gerði næstum því.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Tónlist Tengdar fréttir Ákvað að gera breytingar á lífi sínu þegar tveir vinir kvöddu skyndilega Þegar tveir fjölskylduvinir kvöddu skyndilega með stuttu millibili var Snæfríður Ingadóttir staðráðin í því að gera breytingar á lífi sínu. Í upphafi ársins 2013 hafði hún sagt starfi sínu lausu sem fréttamaður á RÚV og vildi huga að bókaskrifum og stofnun nýsköpunarfyrirtækis. 28. maí 2021 08:01 Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. 28. apríl 2021 08:01 Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans ,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“ 15. apríl 2021 08:01 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
„Mér finnast peningar vera rót alls ills. Ég á í einhverju ástar-haturssambandi við peninga.“ Páll Óskar var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum. Heimsfaraldurinn reyndi mjög á tónlistarmenn og aðra sem hafa lifibrauð sitt af því að standa fyrir framan mannfjölda. Samkomubann útilokaði fjölmenna tónleika og hverjum viðburðinum á fætur öðrum var aflýst eða frestað. Palli gat sungið í jarðarförum þegar öll önnur gigg féllu niður og þakkar fyrir að vera það fjölhæfur að geta stýrt risadansleik einn daginn og sungið í jarðarför sólarhring síðar. Raggi Bjarna var góður vinur Páls Óskars og kenndi honum mikilvægar lexíur í fjármálum. Hann er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum snemma á ferlinum á meðan hann spilaði með hljómsveitinni Milljónamæringunum á Hótel Sögu. ,,Það er magnað að segja frá því en hann er fyrsta manneskjan í heiminum sem horfði í augun á mér og spurði: „Palli hvernig hefurðu það í buddunni? Þú verður að fara vel með peningana þína,““ segir Palli og hlær. Þá lexíu hafði Raggi lært af biturri reynslu eftir að hafa lent í fjárhagsvandræðum Raggi kenndi Palla ekki síður að hann mætti aldrei fá leið á vinsælustu lögunum sínum og hrökk alltaf í gírinn þó hann væri að syngja Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig í fimm þúsundasta skiptið. Dauðir hlutir ekki undirstaða hamingjunnar Páll Óskar segist hafa lært það í faraldrinum að hann væri ekki efnishyggjumaður og nýtti tækifærið til að draga úr neyslu og losa sig við dót sem hann þurfti ekki lengur. „Ég þarf ekki að hrúga í kringum mig einhverjum dauðum hlutum til að gera mig hamingjusaman. Það gerir mig alveg nógu hamingjusaman að halda á hljóðnema, syngja og fá þá viðurkenningu að heyra lagið mitt spilað í útvarpinu, svo ég er mjög sáttur þarna.“ Páll Óskar flutti nýverið fallega útgáfu af lagi sínu Er þetta ást ásamt Magnúsi Jóhanni píanóleikara í 35 ára afmælisfögnuði Bylgjunnar. Þegar faraldurinn skall á tók Palli meðal annars til í fataskápnum og sá að hann átti fullt af fötum sem hann hafði aldrei farið í. Leiddi þetta til þess að hann hefur ekki þurft að kaupa sér föt í að verða tvö ár. Hann segist vera búinn að koma sér vel fyrir í lífinu, eiga íbúð og ekki hafa neina þörf fyrir að endurnýja öll húsgögnin eða aðrar eigur sínar. „Ég er svo heppinn að ég bý í íbúð sem ég á og það var eiginlega það eina sem ég vildi, svona eina krafan sem ég gerði til mín: Að eignast íbúð, borga hana alveg upp í topp og eiga hana alveg eins og pabbi og mamma gerðu í gamla daga.“ Palli keypti sér íbúð í þriggja hæða húsi í Vesturbænum árið 2003 og keypti síðar miðhæðina ásamt nágrannakonu sinni sem þau skiptu upp. Eiga þau nú bæði eina og hálfa hæð í húsinu og vilja hvergi annars staðar vera. „Ég finn alveg að ég er kominn á stað sem ég vil búa á og mér líður ofsalega vel á. Það skipti mig gríðarlegu máli að búa mér til heimili og hreiður sem ég ætti skuldlaust.“ Lenti í skuldavanda eftir mislukkaða plötuútgáfu Þegar faraldurinn skall á skipti miklu máli að Páll Óskar var búinn að vinna sig upp úr fjárhagslegum hremmingum sem hann lenti í eftir misheppnaða plötuútgáfu árið 1999. Hann kláraði ekki að vinna sig út úr skuldunum fyrr en á árunum 2006 til 2007. „Það er bara tímabil sem ég vil aldrei aftur upplifa. En þetta var mér að kenna og ég veit nákvæmlega hvað gerðist. Ég gef út plötu í meðvirkni því mér fannst ég verða að troða út plötu á jólamarkaðinn árið 1999. Ég var að vinna með bestu pródúsentum sem völ var á og allan tímann á meðan ég var að vinna plötuna þá var ég með hnút í maganum. Ég vissi allan tímann að það voru engir hittarar á plötunni. Ég fór beint gegn betri vitund. Ég tek plötuna út hálfbakaða úr ofninum og hefði átt að vinna lengur í henni.“ Páll Óskar er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.Vísir/Vilhelm Platan bar titilinn Deep Inside Paul Oscar og Palli segir að hún hafi reynst honum rándýr lexía sem hafi kennt honum að treysta eigin innsæi. „Ég lærði þarna að eilífu að innsæi mitt hefur alltaf rétt fyrir sér.“ Hann segir að platan hafi verið gefin út þegar hann leit of stórt á sig og trúði því einfaldlega að allt sem hann snerti yrði að gulli. ,,Maður byrjar ekki að læra neitt fyrr en fyrsta floppið kemur, þá í alvörunni ertu fullfær um að kenna öðru fólki.“ Platan var rándýr í framleiðslu og þurfti að seljast í 7.000 eintökum til að standa undir kostnaði en á þessum tíma þótti eðlilegt að selja 3.000 eintök. Eftir að hann kom sér úr skuldavandanum byrjaði Palli að eyða peningum í sparnað. Fljótlega greiddi hann nokkuð góða upphæð í fjóra mismunandi sjóði og þegar faraldurinn skall á gat hann tekið út úr þeim og fengið greitt úr séreignarsparnaði. Þessir peningar dugðu honum fyrstu fjóra til fimm mánuðina en eftir það hjálpaði tekjufallsstyrkur og önnur opinber úrræði að dekka fastan kostnað. Þá stóðu hins vegar eftir fáar krónur og jarðarfarir hjálpuðu Palla að eiga fyrir mjólk í ísskápinn. Hann endaði þó á því að þurfa að taka mikinn yfirdrátt hjá viðskiptabankanum sínum sem hann situr uppi með í dag. Palli ræddi um makaleitina, venjulegan dag í hans lífi, einstakt samstarf við hörpuleikarann Moniku Abendroth og margt fleira í Einkalífinu árið 2018. Hefur horft á tónlistargeirann gjörbreytast Páll Óskar gaf út sína fyrstu plötu árið 1993 og hefur upplifað veigamiklar tæknibreytingar á eigin skinni. Eftir að hafa eytt miklu fjármagni og orku í að framleiða geisladiska er það nánast liðin tíð að tónlist sé seld á föstu formi. Palli segir að þrátt fyrir líflega plötuútgáfu hér áður fyrr hafi það frekar verið undantekning ef íslenskar plötur lentu réttum megin við núllið. Oft hafi verið litið á plötur sem kynningarefni sem ýtti undir tekjur af lifandi flutningi á böllum og tónleikum. Mikil umræða hefur verið um það hversu litlar tekjur flestir tónlistarmenn fá vegna spilunar á tónlistarstreymisveitum á borð við Spotify. Páll Óskar telur sig þó vera heppinn að þurfa ekki að gefa út tónlist á geisladiski í dag. „Þetta er brjálæðislega dýrt form. Næstum því allt budgetið fór í að pressa og prenta geisladiska með plastumslögum og dýrasti þátturinn var að prenta bæklinginn sem fylgdi með í fjórlit.“ Páll Óskar hefur verið áberandi í réttindabaráttu samkynhneigðra hér á landi og vakið mikla lukku í Gleðigöngu Hinsegin daga.Vísir/Tinni Palli segir að hann hafi örsjaldan fengið tekjur af plötunum sínum. Þær fyrstu til að koma út í einhverjum plús hafi verið Ef ég sofna ekki sem hann gaf út með hörpuleikaranum Moniku Abendroth árið 2001 og Allt fyrir ástina frá árinu 2007. Annars hafi hann verið sáttur við að ná um það bil fyrir framleiðslukostnaði. Palli segist geta vel við unað og þakkar fyrir að vera popptónlistarmaður sem fagni þrjátíu ára starfsafmæli. Hann elski starfið og ætli að troða upp eins lengi og heilsan leyfi. „Ég er til í að deyja á sviðinu líkt og Raggi Bjarna gerði næstum því.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Tónlist Tengdar fréttir Ákvað að gera breytingar á lífi sínu þegar tveir vinir kvöddu skyndilega Þegar tveir fjölskylduvinir kvöddu skyndilega með stuttu millibili var Snæfríður Ingadóttir staðráðin í því að gera breytingar á lífi sínu. Í upphafi ársins 2013 hafði hún sagt starfi sínu lausu sem fréttamaður á RÚV og vildi huga að bókaskrifum og stofnun nýsköpunarfyrirtækis. 28. maí 2021 08:01 Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. 28. apríl 2021 08:01 Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans ,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“ 15. apríl 2021 08:01 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Ákvað að gera breytingar á lífi sínu þegar tveir vinir kvöddu skyndilega Þegar tveir fjölskylduvinir kvöddu skyndilega með stuttu millibili var Snæfríður Ingadóttir staðráðin í því að gera breytingar á lífi sínu. Í upphafi ársins 2013 hafði hún sagt starfi sínu lausu sem fréttamaður á RÚV og vildi huga að bókaskrifum og stofnun nýsköpunarfyrirtækis. 28. maí 2021 08:01
Samdi við lánadrottna bróður síns sem vildi hætta í neyslu Gísli Magnússon komst ungur í kynni við vímuefni og lenti í kjölfarið í miklum fjárhagserfiðleikum. Auk þess að takast á við fíknina þurfti hann að glíma við skuldirnar sem hann hafði safnað á meðan hann var í neyslu en þær voru að stórum hluta í formi smálána. 28. apríl 2021 08:01
Hætt að trúa því að allt muni fara til fjandans ,,Það er ekkert sem hefur þroskað mig meira og kennt mér að standa með sjálfri mér heldur en þetta ferli. Ef þú ætlar að lifa þetta af þá þarftu að hafa trú á þér því það er engin annar að fara að peppa þig upp. Þú þarft að vita innst inni, sem ég geri, að þetta er rétt. Þú veist það einhvern veginn að þú getur ekki gert neitt annað þrátt fyrir að þetta sé stundum erfitt og kannski ekki rökrétt.“ 15. apríl 2021 08:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið