Hagnaður Arion banka jókst í 9,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 17:15 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Arion banki hagnaðist um 9.712 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við 7.816 milljónir á sama tímabili í fyrra. Heildareignir námu 1.383 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 1.314 milljarða í árslok 2021. Sala á greiðslumiðlunarfyrirtækinu Valitor til Rapyd skilaði bankanum 5,6 milljarða króna söluhagnaði. Þetta kemur fram í nýjum árshlutareikningi Arion banka og tilkynningu til Kauphallar. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 23,5% samanborið við annan ársfjórðung seinasta árs. Vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst, að sögn bankastjóra. Þá jukust lán til viðskiptavina um 7,9% frá áramótum en hækkunin snýr aðallega að lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 12,5% frá árslokum 2021. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið var frá sölunni á Valitor þann 1. júlí og koma áhrifin af sölunni að fullu til á öðrum ársfjórðungi. Samið var um söluna fyrir um ári og var hún háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fékkst á öðrum ársfjórðungi. Rekstur Arion banka hefur gengið vel á seinustu árum.Vísir/vilhelm Kostnaðarhlutfall Arion banka var 50,1% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 42,5% í fyrra. Heildar eigið fé nam 183 milljörðum króna í lok júní en eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarða króna. Afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Þóknunartekjur ekki verið hærri Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og þar skipti mestu máli að kjarnastarfsemi bankans haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti og að gengið hafi verið frá sölu á dótturfélaginu Valitor. „Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að Arion banki hafi aukið verulega við markaðshlutdeild sína undanfarin misseri á markaði bílafjármögnunar. Einnig kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) hafi verið 23,5% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 19,7%, að teknu tilliti til áhrifa af sölunni á Valitor. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 23,1% í lok júní og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,4%. Íslenskir bankar Kauphöllin Arion banki Tengdar fréttir Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum árshlutareikningi Arion banka og tilkynningu til Kauphallar. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 23,5% samanborið við annan ársfjórðung seinasta árs. Vegur aukning í vaxtatekjum þar þyngst, að sögn bankastjóra. Þá jukust lán til viðskiptavina um 7,9% frá áramótum en hækkunin snýr aðallega að lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 12,5% frá árslokum 2021. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Gengið var frá sölunni á Valitor þann 1. júlí og koma áhrifin af sölunni að fullu til á öðrum ársfjórðungi. Samið var um söluna fyrir um ári og var hún háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands sem fékkst á öðrum ársfjórðungi. Rekstur Arion banka hefur gengið vel á seinustu árum.Vísir/vilhelm Kostnaðarhlutfall Arion banka var 50,1% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 42,5% í fyrra. Heildar eigið fé nam 183 milljörðum króna í lok júní en eigið fé lækkaði frá áramótum vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarða króna. Afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Þóknunartekjur ekki verið hærri Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á fyrri helmingi ársins hafi verið góð og þar skipti mestu máli að kjarnastarfsemi bankans haldi áfram að þróast með jákvæðum hætti og að gengið hafi verið frá sölu á dótturfélaginu Valitor. „Jafnframt náðist góður árangur á fjórðungnum þegar kemur að þóknanatekjum sem hafa ekki verið hærri á einum fjórðungi og má rekja það meðal annars til mikilla umsvifa í fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Á móti kemur að aðstæður á fjármálamörkuðum hafa verið krefjandi sem hefur neikvæð áhrif á fjármunatekjur bankans. Áfram er eigin- og lausafjárstaða bankans sterk og bíður ný endurkaupaáætlun bankans samþykkis eftirlitsaðila,“ segir Benedikt í tilkynningu. Hann bætir við að Arion banki hafi aukið verulega við markaðshlutdeild sína undanfarin misseri á markaði bílafjármögnunar. Einnig kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að eiginfjárhlutfall bankans (CAR hlutfall) hafi verið 23,5% í lok júní og hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 19,7%, að teknu tilliti til áhrifa af sölunni á Valitor. Eiginfjárhlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands var 23,1% í lok júní og hlutfall eiginfjárþáttar 1 19,4%.
Íslenskir bankar Kauphöllin Arion banki Tengdar fréttir Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43 Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51 Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Hækkandi vaxtatekjur ættu að lita uppgjör stóru bankanna á markaði Útlit er fyrir að uppgjör stóru viðskiptabankanna í vikunni sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, muni verða sterk ef marka má afkomuspár greinenda. Hækkandi vaxtastig þýðir að hreinar vaxtatekjur bankanna, sem eru stærsti tekjuliður þeirra, munu aukast verulega á milli ára sem vegur á móti samdrætti í fjármunatekjum vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum. 26. júlí 2022 11:43
Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. 4. maí 2022 16:51