„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2022 23:00 Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs. Hann segir félagið vart hafa undan í bókunum eftir að gjósa tók á Reykjanesskaga að nýju. Vísir/Ívar Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember. Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil. Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira