Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 17:02 Sergio Perez ræðir hér við liðsstjóra Red Bull Racing liðsins, Christian Horner, í Katar um síðastliðna helgi. Vísir/Getty Það bendir allt til þess að dagar Mexíkóans Sergio Perez hjá Red Bull racing verði taldir eftir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi um komandi helgi. Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað. Akstursíþróttir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað.
Akstursíþróttir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira