Fréttir

Fréttamynd

Fjöldamorðingja leitað í Frakklandi

Fjórir eru látnir eftir að byssumaður á vespu eða mótorhjóli hóf skothríð við gyðingaskóla í borginni Toulouse í Frakklandi í gærmorgun. Þrjú börn létust og eitt er alvarlega sært. Viðtæk leit hefur verið gerð að manninum.

Erlent
Fréttamynd

Hljóðupptökur úr Landsdómi verða gerðar opinberar

Samkvæmt ákvörðun Landsdóms og með samþykki málsaðila verður veittur aðgangur að hljóðritunum af munnlegum skýrslum ákærða og vitna, sem gefnar voru við aðalmeðferð málsins, svo og að hljóðritunum frá munnlegum flutningi þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsdómi.

Innlent
Fréttamynd

Treystu ekki Kaupþingi

Framkvæmdastjóri alþjóðamarkaðssviðs Seðlabanka Íslands íslensku bankana hafa verið mjög meðvitaða um þann vanda sem vofði yfir þeim á árinu 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði afskipti af málinu.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú tilboð í útboð skuldabréfa á Hörpu

Þrjár innlendar lánastofnanir skiluðu í gær inn tilboði til að sjá um skuldabréfaútgáfu til að endurfjármagna lántökur vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Búist er við því að ákvörðun um við hverja þeirra verði samið liggi fyrir í lok næstu viku. Endurfjármögnuninni á að ljúka fyrir mitt þetta ár. Skuldabréfaútgáfan verður um 18,3 milljarðar króna til að hægt verði að endurgreiða sambankalán sem veitt var fyrir byggingu hússins og eigendalán sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg veittu eigenda þess í lok síðasta árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppsögn gæti þurft að bæta

Ekki er að merkja ný gögn eða sannleik í nýjasta bréfi stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) til Gunnars Andersen, forstjóra FME, að mati Skúla Bjarnasonar, lögmanns Gunnars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telja starfslok notuð til að hækka launin

„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum,“ segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Sögð hættuleg neytendum

Fyrirtækið Aðföng hefur innkallað eins lítra rjómasprautu af gerðinni Excellent Houseware. Á vef fyrirtækisins segir að í ljós hafi komið að rjómasprautan geti verið hættuleg neytendum.

Innlent
Fréttamynd

Seldu í Icelandair fyrir milljarð

Þrotabú Glitnis seldi í fyrrakvöld allan hlut sinn í Icelandair Group fyrir 979 milljónir króna. Um er að ræða 3,7 prósenta hlut sem seldur var á genginu 5,37 krónur á hlut. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins keyptu tveir sjóðir í stýringu hjá Stefni, í eigu Arion banka, um þriðjung af þeim hlutum sem seldir voru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja blóðprufu ekki henta til greiningar

Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisbankar lúti eigendastefnu

Eigendastefna ríkisins ætti að ná til fjármálafyrirtækja í eigu hins opinbera og skylda þau þannig til að upplýsa opinberlega um eignir sínar og hvaða stefnu þau hafa um sölu þeirra. Þetta segir starfshópur forsætisráðuneytisins um verklag við einkavæðingu í skýrslu sem lögð var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í vikunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opna á lyftur Skálafells í dag

Stefnt er að því að allar lyftur í Skálafelli verði opnar í dag. Skíðadeild KR hefur náð samningum við stjórn skíðasvæðanna á höfuðborgarsvæðinu um rekstur Skálafells það sem eftir lifir vetrar.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólagjöld aftur lækkuð

Byggðaráð Vesturbyggðar hefur ákveðið „áherslubreytingar“ í rekstri sveitarfélagsins fyrir árið 2012. Eru þær sagðar gerðar „í ljósi bættrar niðurstöðu í fjárhagsáætlun 2012 vegna niðurfellingar á láni í Landsbanka Íslands vegna stofnfjárbréfakaupa og endurfjármögnunar á lánum sveitarfélagsins“.

Innlent
Fréttamynd

Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms

Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES).

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar í skipaflota á milli ára

Fiskiskipum á skrá Siglingastofnunar fjölgaði um þrjátíu milli áranna 2010 og 2011. Alls voru 1.655 skip á skrá í lok síðasta árs. Fjöldi vélskipa var 764, togarar voru 58 og opnir fiskibátar 833.

Innlent
Fréttamynd

Konur og börn flutt frá Homs

Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings.

Erlent
Fréttamynd

Svavar og Helga tilnefnd

Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er tilnefndur til verðlauna Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2011. Tilnefninguna hlýtur Svavar fyrir viðamikla umfjöllun sína um díoxínmengun frá sorpbrennslustöðvum í Skutulsfirði, Vestmannaeyjum og á Kirkjubæjarklaustri.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að fyrirtæki flýi úr miðborginni

Skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða hækkun á bílastæðagjöldum í miðborg Reykjavíkur. Fultrúi Sjálfstæðisflokks, sem er í minnihluta, segir hækkunina of bratta og óttast að hún verði til þess að hrekja fyrirtæki úr miðborginni. Formaður umhverfis- og samgönguráðs segir hins vegar að ráðstöfunin sé til þess fallin að bæta flæði í bílastæðamálum og auðvelda akandi gestum miðborgarinnar að fá stæði.

Innlent
Fréttamynd

Formaður gagnrýnir vinnubrögð Alþingis

Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, gagnrýnir málatilbúnað Alþingis við að kalla ráðið saman í mars til að bregðast við tillögum þingsins varðandi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem lá fyrir í ágúst. Skammur fyrirvari og óskýrt hlutverk vinnufundarins er hluti þeirrar gagnrýni.

Innlent
Fréttamynd

Geir Jón í pólitík

Geir Jón Þórisson, lögreglumaður og fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, gefur kost á sér sem annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geir Jóni. Kosið verður á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins þann 17. mars.

Innlent
Fréttamynd

EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR

EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna.

Innlent
Fréttamynd

Bréf Jóns mögulega refsivert á Íslandi

Jón Baldvin Hannibalsson var kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart Guðrúnu Harðardóttur, ungri frænku eiginkonu sinnar, árið 2005. Ríkissaksóknari taldi bréf frá Jóni Baldvini til hennar geta fallið undir brot á lögum um blygðunarsemi, en málið var látið niður falla vegna þess að verknaðurinn þótti ekki refsiverður í Venesúela. Sagt er frá málinu í Nýju lífi, sem kom út í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri mál vofa yfir Kaupþingsmönnum - fréttaskýring

Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrrverandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksóknari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrverandi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verulegur ábati er af flugstarfsemi

Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex laxar á hver þúsund tonn

Meðafli á laxi á Íslandsmiðum virðist nema um 5 til 6 löxum á hverjar 1.000 lestir sem veiðast af makríl. Rannsóknirnar benda til að laxinn sem veiðist sem meðafli á Íslandsmiðum sé ekki upprunninn á Íslandi.

Viðskipti innlent