EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR 24. febrúar 2012 06:00 Bannaður Myndir og texti á umbúðum Tempt-eplamjaðarins þóttu kynferðislegar og ákvað ÁTVR að heimila ekki sölu á drykknum. EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira