Telja starfslok notuð til að hækka launin 25. febrúar 2012 11:00 Guðrún Pálsdóttir Minnihlutinn í bæjarráði Kópavogs segir skipti fyrrverandi bæjarstjóra yfir í starf skrifstofustjóra kosta milljónir króna fyrir bæinn. „Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. [email protected] Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Hér er augljóslega verið að hækka laun fyrrverandi bæjarstjóra svo laun nýs bæjarstjóra geti tekið mið af þeim hækkunum," segir Hafsteinn Karlsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, í bókun sem hann lagði fram í bæjarráði Kópavogs á fimmtudag. Fyrir bæjarráðsfundinum lá samkomulag við Guðrúnu Pálsdóttur um starfslok sem bæjarstjóri. Guðrún snýr aftur til síns fyrra starfs sem skrifstofustjóri hjá Kópavogsbæ. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í kjölfar meirihlutaskipta í bænum. Ólafur Þór Gunnarsson úr Vinstri grænum sagði í bókun að samkomulagið við Guðrúnu um „starfslok" hennar væri „illa unnið og ónákvæmt". Kvað hann spurningum fulltrúa minnihlutans um gerð samkomulagsins hafa verið svarað með „ekki svörum" og að ábendingum hafi ekki verið tekið. „Launakjör eru hækkuð frá ráðningarsamningi sem er í mínum huga afar undarlegt og bærinn verður því fyrir kostnaðarauka sem nemur fleiri milljónum króna. Biðlaunaréttur lengist um sex mánuði að því er best verður séð sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fyrri samningi. Blandað er saman samningi um starfslok og væntanlega ráðningu í starf sem liggur ekki fyrir hvernig verður háttað," bókaði Ólafur. Hafsteinn Karlsson sagði „í hæsta máta óeðlilegt" að gera þurfi sérstakan starfslokasamning við Guðrúnu. Í ráðningarsamningi hennar komi skýrt fram að taki hún við sínu fyrra starfi skuli kjör hennar þá þegar breytast. Furðu veki að í starfslokasamningnum séu laun bæjarstjóra hækkuð umfram það sem komi fram í ráðningarsamningi. „Fyrir liggur lögfræðiálit sem telur af og frá að bæjarstjóri fái launahækkanir umfram þær sem getið er um í ráðningarsamningi," bókaði Hafstein sem eins og fyrr segir telur laun Guðrúnar hækkuð til að laun Ármanns geti tekið mið af því. „Líklega er það þess vegna sem enn hefur ekki verið lagður fram ráðningarsamningur nýs bæjarstjóra," sagði Hafsteinn. Fulltrúi Næst besta flokksins, Hjálmar Hjálmarsson, tók undir bókanir Ólafs og Hafsteins. Vinnubrögð nýs meirihluta varðandi starfslok bæjarstjórans væru „einstaklega léleg og ófagleg". Blandað væri saman ráðningarsamningi og starfslokasamningi auk atriða sem komi málinu ekkert við. Starfslokasamningnum var á endanum vísað frá bæjarráðinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn sagði það lýsa „ótrúlega óvönduðum vinnubrögðum" að nýi meirihlutinn vísi máli sem hann hafi í tvígang lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans vísuðu að endingu gagnrýni minnihlutans á bug. „Samkomulagið grundvallast á þeim ráðningarsamningi sem í gildi var milli þáverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra," sagði í bókun Rannveigar Ásgeirsdóttur, fulltrúa Y-lista og formanns bæjarráðs, og þeirra Ármanns og Ómars Stefánssonar úr Framsóknarflokki. [email protected]
Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira