Aserbaídsjan

Fréttamynd

„Ár­leg æfing í von­brigðum“

Guðmundur Steingrímsson varaformaður Landverndar segir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sé árleg æfing í vonbrigðum. Hann segir að skaðinn sem loftslagsbreytingar séu að valda í þróunarríkjum sé gríðarlegur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var mjög skrýtin stemning“

Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan.

Erlent
Fréttamynd

Upp­nám á COP29 er full­trúar þjóða strunsuðu út

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar.

Erlent
Fréttamynd

Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til

Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök.

Erlent
Fréttamynd

Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp

Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh

Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu.

Erlent
Fréttamynd

Armenar leita eftir hjálp

Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu.

Erlent
Fréttamynd

Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun

Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 

Erlent
Fréttamynd

Rússar að­stoða Armena eftir átök í nótt

Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi.

Erlent
Fréttamynd

Íslenska landsliðið í tennis keppir í Aserbaídsjan

Íslenska karlalandsliðið í tennis keppir á Davis Cup, heimsmeistaramótinu í tennis, í Aserbaídsjan í þessari viku. Landsliðið féll úr þriðja styrkleikaflokki mótsins niður í þann fjórða á síðasta ári og er nú mikið í húfi fyrir íslensku leikmennina að vinna sig aftur upp um flokk.

Sport
Fréttamynd

Regnbogafáni dansks stuðningsmanns gerður upptækur í Bakú

Öryggisverðir á Ólympíuvellinum í Bakú í Aserbaídsjan virtust gera athugasemd við danskan stuðningsmann sem hélt uppi regnbogafána í stúkunni, og gera hann upptækan. Fáninn er til stuðnings réttindum LGPT+ fólks og hafa verið í umræðunni vegna tilburða UEFA á mótinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Armenar skila þriðja og síðasta land­svæðinu til Asera

Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar.

Erlent
Fréttamynd

Brenna heimili sín og flytja grafir

Þorpsbúar í Nagorno-Karabakh kveiktu í húsunum sínum í gær og í dag en um helgina verður stjórn svæðisins sem um ræðir afhent Aserum eftir að hafa verið á höndum Armena í áratugi. Íbúar Kalbajar flýja nú svæðið eftir að deiluaðilar gerðu vopnahlé og ljóst var að Aserar tækju við stjórn á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh

Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði.

Erlent