Markaregn í Meistaradeildinni Elvar Geir Magnússon skrifar 21. október 2008 20:00 Dimitar Berbatov skoraði tvívegis fyrir Manchester United í kvöld. Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2) Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör í Meistaradeild Evrópu í kvöld og mikið skorað. Alls 36 mörk voru skoruð í átta leikjum en aldrei áður hefur verið skorað jafnmikið á einu Meistaradeildarkvöldi. Þremur umferðum er nú lokið í helmingi af riðlum keppninnar en neðar á síðunni má sjá öll úrslit kvöldsins. Dimitar Berbatov átti stórleik fyrir Manchester United sem vann Glasgow Celtic 3-0. Berbatov skoraði tvö fyrstu mörk United en var reyndar rangstæður í þeim báðum. Wayne Rooney er sjóðandi heitur og hefur skorað í sjö leikjum í röð en hann gerði þriðja markið. Celtic er eina lið Meistaradeildarinnar sem ekki hefur náð að skora í riðlakeppninni. Í hinum leik E-riðilsins vann Villareal sigur á danska liðinu Álaborg 6-3 í miklum markaleik. Llorente skoraði þrennu fyrir spænska liðið. Nokkuð ljóst er að United og Villareal fara upp úr riðlinum. Það var ótrúlegur leikur í F-riðli þar sem franska liðið Lyon vann 5-3 útisigur á Steaua Búkarest eftir að hafa verið undir í leiknum. Miroslav Klose, Zé Roberto og Schweinsteiger skoruðu mörk Bayern München sem vann Fiorentina 3-0. Í G-riðli gerði Arsenal góða ferð til Tyrklands og vann 5-2 útisigur. Emmanuel Adebayor, Abu Diaby, Theo Walcott, Aaron Ramsey og Alexandre Song skoruðu mörk enska liðsins. Dynamo Kiev vann útisigur á Porto í hinum leik riðilsins. Í H-riðli var stórleikur á dagskrá. Juventus vann 2-1 sigur á Real Madrid. Alessandro Del Piero og Amauri komu Juventus í 2-0 áður en Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn. E-riðill:Man Utd - Celtic 3-0 Villareal - AaB 6-3 Staðan: 1. Man Utd, 7 stig (+6 í markatölu) 2. Villareal, 7 (+4) 3. Celtic, 1 (-4) 4. AaB, 1 (-6)F-riðill: Bayern München - Fiorentina 3-0 Steaua Búkarest - Lyon 3-5 Staðan: 1. Bayern Münch, 7 stig (+4 í markatölu) 2. Lyon, 5 (+2) 3. Fiorentina, 2 (-3) 4. Steaua Búkar, 1 (-3)G-riðill: Fenerbahce - Arsenal 2-5 Porto - Dynamo Kiev 0-1 Staðan: 1. Arsenal, 7 stig (+7 í markatölu) 2. Dynamo Kiev, 5 (+1) 3. Porto, 3 (-3) 4. Fenerbahce, 1 (-5)H-riðill: Zenit St Pétursborg - BATE 1-1 Juventus - Real Madrid 2-1 Staðan: 1. Juventus, 7 stig (+2 í markatölu) 2. Real Madrid, 6 (+1) 3. BATE, 2 (-2) 4. Zenit, 1 (-2)
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23 Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00 Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Bilbao - Real Madrid | Fjórði í röð hjá gestunum? Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Sjá meira
Berbatov: Ekki mitt hlutverk að dæma rangstöðu Dimitar Berbatov var í skýjunum með umdeildu mörkin sín tvö í 3-0 sigrinum á Celtic. Bæði skoraði hann af stuttu færi en í endursýningum sást að hann var rangstæður í bæði skiptin. 21. október 2008 21:23
Walcott: Erum á flugi Arsenal heldur áfram að fara á kostum í Meistaradeildinni og vann liðið 5-2 útisigur á Fenerbahce í kvöld. Theo Walcott skoraði annað mark Arsenal í leiknum. 21. október 2008 22:00
Del Piero: Fyrsta skrefið úr vandræðunum Reynsluboltinn Alessandro Del Piero átti góðan leik fyrir Juventus sem vann 2-1 sigur á Real Madrid í kvöld og komst á topp riðilsins. Del Piero skoraði fyrra mark Juventus með mögnuðu skoti. 21. október 2008 21:11