Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2024 21:25 Mohamed Salah fagnar með Trent Alexander-Arnold og Curtis Jones eftir að hafa komið Liverpool í 2-3 gegn Newcastle United. getty/Andrew Powell Mohamed Salah skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Newcastle Unitedá St. James' Park í kvöld. Liverpool lenti tvisvar sinnum undir í leiknum en kom til baka og komst í 2-3 eftir tvö mörk frá Salah. En Fabian Schär jafnaði fyrir Newcastle á lokamínútunni eftir slæm mistök Caoimhins Kelleher í marki Liverpool. Skjórarnir náðu forystunni á 35. mínútu þegar Alexander Isak skoraði með þrumuskoti. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sjö leikjum með Newcastle sem leiddi í hálfleik, 1-0. Á 50. mínútu jafnaði Curtis Jones fyrir Liverpool eftir sendingu frá Salah. Tólf mínútum síðar kom Anthony Gordon Newcastle aftur yfir eftir sendingu frá Isak. Forysta heimamanna entist aðeins í sex mínútur því á 68. mínútu jafnaði Salah eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold. Sama uppskrift skilaði marki á 83. mínútu. Alexander-Arnold fann þá Salah sem skoraði með góðu skoti. Egyptinn er kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeldinni. Allt stefndi í sigur Liverpool en á 90. mínútu tók Bruno Guimaraes aukaspyrnu, Kelleher misreiknaði boltann og Schär skoraði og jafnaði. Lokatölur 3-3 í hörkuleik. Enski boltinn
Mohamed Salah skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Newcastle Unitedá St. James' Park í kvöld. Liverpool lenti tvisvar sinnum undir í leiknum en kom til baka og komst í 2-3 eftir tvö mörk frá Salah. En Fabian Schär jafnaði fyrir Newcastle á lokamínútunni eftir slæm mistök Caoimhins Kelleher í marki Liverpool. Skjórarnir náðu forystunni á 35. mínútu þegar Alexander Isak skoraði með þrumuskoti. Þetta var fimmta mark hans í síðustu sjö leikjum með Newcastle sem leiddi í hálfleik, 1-0. Á 50. mínútu jafnaði Curtis Jones fyrir Liverpool eftir sendingu frá Salah. Tólf mínútum síðar kom Anthony Gordon Newcastle aftur yfir eftir sendingu frá Isak. Forysta heimamanna entist aðeins í sex mínútur því á 68. mínútu jafnaði Salah eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold. Sama uppskrift skilaði marki á 83. mínútu. Alexander-Arnold fann þá Salah sem skoraði með góðu skoti. Egyptinn er kominn með þrettán mörk í ensku úrvalsdeldinni. Allt stefndi í sigur Liverpool en á 90. mínútu tók Bruno Guimaraes aukaspyrnu, Kelleher misreiknaði boltann og Schär skoraði og jafnaði. Lokatölur 3-3 í hörkuleik.