Höfuðpaurinn talinn hafa hirt féð sem svikið var út 30. september 2010 05:45 Gæsluvarðhald Einn af fimm manns sem voru leiddir fyrir dómara í gær vegna kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu á gæsluvarðhaldi. Frettabladid/Valli Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. [email protected] [email protected] Fréttir VSK-málið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira
Steingrímur Þór Ólafsson, sem handtekinn var í Venesúela á mánudag, er grunaður um að hafa fengið í hendur þær 270 milljónir króna, sem sviknar voru út í virðisaukaskattsmálinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu beinist meðal annars að því hvort hann hafi skipulagt fjársvikin. Í húsleit sem lögregla gerði samhliða handtöku sex einstaklinga, tveggja kvenna og fjögurra karlmanna, fundust 500 þúsund krónur í peningum og á tólfta kíló af hassi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins fundust fíkniefnin og fjármunirnir heima hjá pari sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fjársvikamálinu. Talið er að Steingrímur hafi átt efnin. Steingrímur hvarf héðan af landi brott rétt áður en upp komst um virðisaukaskattsvikin og handtökurnar fóru fram. Alþjóðadeild hjá embætti ríkislögreglustjóra lýsti eftir honum að fenginni ákvörðun dómsmálaráðuneytisins og að beiðni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Interpol var hann eftirlýstur vegna gruns um eiturlyfjasmygl, skjalafjals, peningaþvætti og skattsvik, að því er fram kemur á vef lögreglunnar í Venesúela. Steingrímur var handtekinn á Santiagó Marínó flugvelli á eyjunni Margarita, þegar hann ætlaði að fara þaðan til Frankfurt í Þýskalandi. Hann hafði þá dvalið í Venesúela í fimmtán daga. Fjölmiðlar þar í landi sögðu frá handtöku Steingríms, birtu nafn hans og myndir af honum. Hann er 36 ára að aldri. Virðisaukaskattsvikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H94 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Smári Sigurðsson hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir ómögulegt að segja hversu langan tíma taki að fá manninn framseldan frá Venesúela, en miðað við hve vel samskipti lögregluyfirvalda landanna hafi gengið eigi hann ekki von á því að það taki langan tíma. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi ytra, að sögn Smára, og munu lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra sækja hann þegar þar að kemur. Gæsluvarðhald yfir fimm manns, þremur körlum og tveimur konum var framlengt til 8. október í gær. Áður hafði gæsluvarðhald yfir starfsmanni hjá Ríkisskattstjóra verið framlengt til sama tíma. [email protected] [email protected]
Fréttir VSK-málið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Sjá meira