Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna bruna í Stjörnu­gróf

Lovísa Arnardóttir skrifar
Slökkvilið var kallað út en búið var að slökkva eldinn þegar þau komu á vettvang.
Slökkvilið var kallað út en búið var að slökkva eldinn þegar þau komu á vettvang. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið er nú á vettvangi bruna í Stjörnugróf í Bústaðahverfi þar sem tilkynnt var um eld um fimm mínútur í fimm. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang en enn er unnið á vettvangi.

„Það er búið að slökkva og allir komnir út,“ segir Bjarni Ingimarsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Hann segir tilkynningu hafa borist um 16.55. Það séu enn tveir bílar á vettvangi. Ekki hafi verið um alvarlegan bruna að ræða og búið hafi verið að slökkva þegar slökkvilið kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×