Spaðarnir þeyttust af vindmyllu í Belgsholti 3. desember 2011 09:00 Vindmyllan í Belgsholti Haraldur Magnússon í Belgsholti kveðst lengi hafa haft áhuga á að beisla vindorkuna og loks hafa keypt þessa vindmyllu frá Svíþjóð og sett hana upp í sumar. Myndin er frá því að verið var að reisa mylluna.Mynd/Hannevind „Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. [email protected] Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vindmyllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerðist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spaðanna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastrinu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á einhverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er framleidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smábilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira