Blönduvirkjun hafði mikil áhrif á bleikjustofna vatna 3. desember 2011 07:00 Blanda á yfirfalli Sem laxveiðiá breyttist Blanda mikið til batnaðar þegar hún var virkjuð. Nú er oft talað um veiði fyrir og eftir yfirfall í Blöndulóni, en þá litast Blanda og verður erfið til stangveiða.mynd/jónas sigurgeirsson Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bleikjuveiði á veituleið Blönduvirkjunar er að meðaltali fimm til átta sinnum minni en í viðmiðunarvötnum á sömu slóðum. Fiskurinn er jafnframt mun minni vegna breytinga á æti. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar sem þau Guðni Guðbergsson og Eydís Heiða Njarðardóttir eru skrifuð fyrir, en áhrif virkjunarframkvæmdanna hafa verið metin með vöktun bleikjustofna um langt árabil. Guðni, sem er sviðsstjóri auðlindasviðs VMST, metur niðurstöðurnar sem svo að þróun lífríkisins sé eins og við var búist. Vitað hafi verið að með virkjunarframkvæmdum yrði breyting. „Rannsóknin miðaði að því að komast að því hvert hið nýja ástand væri,“ segir Guðni. Við virkjun Blöndu, sem er jökulá, var Blöndulón myndað árið 1991 en það er um 56 ferkílómetrar að stærð og með þrettán metra miðlunarhæð. Þaðan er miðlað að jafnaði 39 sekúndulítrum af vatni um veituleið sem breytti nokkrum tærum stöðuvötnum í vötn með gegnumstreymi jökulvatns. Guðni útskýrir að þegar gruggugu jökulvatni sé veitt í tært heiðarvatn nái ljós styttra niður og frumframleiðsla verði minni. „Þegar heil á eins og Blanda rennur í gegnum þessi vötn verður einnig töluverð útskolun.“ Í skýrslunni kemur fram að fiskmagn varð fljótt mikið í Blöndulóni, en fimm árum eftir myndun þess fór vaxtarhraði bleikju og stærð við kynþroska að minnka. Þær breytingar sem urðu með tilkomu Blönduvirkjunar hafa í flestu verið svipaðar því sem sést hefur í öðrum miðlunarlónum með svipaðar aðstæður hér á landi. Þá segir Guðni að þessar niðurstöður geti nýst síðar við að spá fyrir um áhrif framkvæmda á borð við virkjanir, sem sé afar mikilvægt, sérstaklega á tímum þegar allmiklar umræður hafi verið um áhrif vatnaflsvirkjana á lífríki. Í einu af viðmiðunarvötnunum utan veituleiðar, Mjóavatni, hefur verið fylgst með bleikjustofninum frá 1988 og hafa breytingar komið fram í stofnstærð og samsetningu bleikjustofnsins á þeim tíma. „Það er mjög dýrmætt að hafa þessi gögn, ekki síst á tímum þegar breytingar eru að verða eins og hnattræn hlýnun. Hér höfum við viðmið um hvernig þetta hefur þróast á breytingartímum. Samfelld vöktun lífríkis er afar mikilvæg til þess að nema og skilja breytingar sem verða og til að aðgreina áhrif framkvæmda og náttúrulegra breytinga.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira