Segir skatt vegna skuldamála styrkja lífeyrissjóði 13. desember 2011 06:00 steingrímur j. sigfússon helgi hjörvar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna. „Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.“ Steingrímur segir skattinn hluta af samkomulagi stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða til að koma til móts við skuldug heimili. Fjármunir nýtist til vaxtaniðurgreiðslu. Um tímabundna aðgerð til tveggja ára sé að ræða. Ríkissjóður leggi 2,5 milljarða í verkefnið, bankarnir 2,1 og lífeyrissjóðir 1,4 milljarða hvort árið. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi lífeyrissjóða og það eru engin áform um þetta sem framtíðarskatta. Þetta er algjörlega bundið við þessa aðgerð.“ Steingrímur dregur mjög í efa að þetta hafi áhrif á lífeyrisréttindi og getu sjóðanna til útgreiðslu. Staða sjóðanna hefði síst orðið betri hefði ekkert samkomulag náðst um málið. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að málið sé enn til umfjöllunar hjá nefndinni og verði tekið fyrir síðar í vikunni. Skatturinn á lífeyrissjóðina sé einskiptisaðgerð og hlutur lífeyrissjóðanna í 12 milljarða greiðslu til skuldugra heimila í landinu. Hann segir ekki áform uppi um að hrófla við skattinum. „Við höfum ekki uppi áform um það en til athugunar er hvort þetta auki ójafnað á milli þeirra sem eru í opinbera kerfinu annars vegar og almenna kerfinu hins vegar.“ - kóp Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
helgi hjörvar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna. „Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.“ Steingrímur segir skattinn hluta af samkomulagi stjórnvalda, banka og lífeyrissjóða til að koma til móts við skuldug heimili. Fjármunir nýtist til vaxtaniðurgreiðslu. Um tímabundna aðgerð til tveggja ára sé að ræða. Ríkissjóður leggi 2,5 milljarða í verkefnið, bankarnir 2,1 og lífeyrissjóðir 1,4 milljarða hvort árið. „Það gera sér allir grein fyrir mikilvægi lífeyrissjóða og það eru engin áform um þetta sem framtíðarskatta. Þetta er algjörlega bundið við þessa aðgerð.“ Steingrímur dregur mjög í efa að þetta hafi áhrif á lífeyrisréttindi og getu sjóðanna til útgreiðslu. Staða sjóðanna hefði síst orðið betri hefði ekkert samkomulag náðst um málið. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að málið sé enn til umfjöllunar hjá nefndinni og verði tekið fyrir síðar í vikunni. Skatturinn á lífeyrissjóðina sé einskiptisaðgerð og hlutur lífeyrissjóðanna í 12 milljarða greiðslu til skuldugra heimila í landinu. Hann segir ekki áform uppi um að hrófla við skattinum. „Við höfum ekki uppi áform um það en til athugunar er hvort þetta auki ójafnað á milli þeirra sem eru í opinbera kerfinu annars vegar og almenna kerfinu hins vegar.“ - kóp
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira