Varðhaldsúrskurðum fjölgað um 60 prósent 14. desember 2011 05:30 einangrunargangur Litla-hrauns Meðaltalsfjöldi daga fanga í einangrun á síðasta ári var 13 dagar og voru 117 manns úrskurðaðir í einangrun.fréttablaðið/heiða Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurðir verða sífellt algengari. Þeim hefur fjölgað um 60 prósent síðan árið 1996 sé miðað við síðasta ár og var þá meðalfjöldi daga í gæsluvarðhaldi um þrettán dagar. Íbúum landsins fjölgaði á sama tíma um tæp 20 prósent. Í fyrra voru úrskurðir 139 talsins. Samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun hafa aldrei verið fleiri fangar í fangelsum landsins en í ár, en þeir eru 177 talsins. Í fyrra voru þeir 151. Meðaltalsfjöldi fanga í fangelsum sem afplána þriggja ára dóm eða hærri hefur hækkað um meira en helming síðustu ár, en í fyrra var fjöldinn rúm 64. Árið 2005 afplánuðu tæplega 29 fangar slíka dóma. Í dag eru um 370 manns á biðlista eftir plássi í afplánun í fangelsum landsins, samkvæmt Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar. „Á sama tíma og fjöldi einstaklinga eykst ár frá ári, hefur klefum ekki fjölgað,“ segir Páll. „Fangelsismálastofnun stýrir þessu með engu móti.“ Páll segir að nýtt fangelsi sé brýnt til að bregðast við þessari fjölgun, en nauðsynlegt sé að byggt verði fjölnotafangelsi sem geti einnig tekið á móti skammtímavistun samhliða lengri afplánunardómum. Gert er ráð fyrir 190 milljónum króna til hönnunar á nýju gæsluvarðhalds-, móttöku- og kvennafangelsi í fjárlögum fyrir næsta ár. Það kemur fyrir að gæsluvarðhaldsklefar standa auðir og því segir Páll það vera nauðsynlegt að hanna nýja fangelsið svo að hægt sé að nýta það sem best. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir menn búna að gleyma þeirri grunnreglu að enginn ódæmdur maður skuli sviptur frelsi sínu. „Ég hef verið að berjast gegn þessu í 20 ár, þessari miklu gæsluvarðhaldsnauðsyn,“ segir Brynjar og bætir við að hans tilfinning sé þó sú að gæsluvarðhaldstíminn hafi styst á síðustu árum og lögreglan hafi farið varlegar með að krefjast þess. „Það er að segja þar til sérstakur saksóknari fór að setja menn í gæsluvarðhald í málum sem hafa verið til rannsóknar lengi og brotin kannski framin fyrir þremur árum síðan,“ segir Brynjar. „Það er mér algjörlega hulið hvernig það getur verið í þágu rannsóknarhagsmuna.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira