Fá ekki þyrlupall hjá skemmtiferðaskipum 14. desember 2011 06:00 Guðmundur ingi Jónsson „Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. [email protected] Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Þetta er tilvalinn staður til að þjónusta skemmtiferðaskipin, það verður ekki betra,“ segir Guðmundur Ingi Jónsson, þyrluflugmaður hjá Vesturflugi sem óskað hefur eftir lóð fyrir þyrlupall við Skarfabakka í Sundahöfn. Sigtryggur Leví Kristófersson, eigandi Vesturflugs, segir aðsókn í þyrluflug vaxandi í takt við aukinn fjölda ferðamanna. Félagið geri nú út frá Reykjavíkurflugvelli eins og tvö önnur þyrlufyrirtæki. Níu af hverjum tíu þyrlufyrirtækjum í heiminum séu hins vegar ekki á almennum flugvöllum. „Þyrlur þurfa ekki flugbrautir og ættu ekki að vera á flugvöllum þar sem þær flækjast fyrir annarri traffík. Þess utan erum við miklu sveigjanlegri í öllu aðflugi en flugvélar nokkurn tímann,“ segir Sigtryggur. Stjórn Faxaflóahafna hafnaði á síðasta fundi sínum að uppfylla ósk Vesturflugs um lóð undir 25 sinnum 25 metra þyrlupall og tilheyrandi öryggissvæði með aðstöðuhúsi. Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnarinnar, segir ástæðurnar aðallega tvær. Í fyrsta lagi fylgi því of mikið umstang að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur varðandi aðflugslínur, meðal annars vegna stærðar skemmtiferðaskipanna sjálfra í höfninni. „Í öðru lagi hafa þessir mikilvægu viðskiptavinir, sem eru skipafélögin, eftir því sem okkur skilst, aldrei kallað eftir því að fá þyrluþjónustu, þannig að menn sáu ekki knýjandi ástæðu til að samþykkja þetta. En ef það hefði verið sterk ósk frá skipafélögunum að geta boðið farþegum upp á slíka þjónustu hefðu menn kannski verið tilbúnir að taka skref í þá átt,“ segir Hjálmar. Sigtryggur kveðst hins vegar vilja ræða málið nánar á fundi með fulltrúum Faxaflóahafna 19. desember. Hann segir þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa ekki aðalmarkmiðið með flutningi inn í Sundahöfn. Allt eins eigi að selja öðrum ferðamönnum og almenningi útsýnisflug og aðrar þyrluferðir. „Við viljum lóð þar sem hægt er að hafa aðstöðu og gera þetta á öruggum forsendum. Þetta er einn af hentugustu stöðunum og kannski sá öruggasti, enda er þarna aðflug og fráflug frá sjó,“ segir eigandi Vesturflugs. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira