Leita stuðnings við afturköllun ákæru 16. desember 2011 07:00 ákærður Líkur eru á því að þingsálykturnartillaga verði lögð fram í dag um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. fréttablaðið/valli Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. [email protected] Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. [email protected]
Fréttir Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira