Hanna Birna segist hafa rætt rannsókn lekamáls við Stefán Atli Ísleifsson og Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2014 15:54 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. Í bréfinu segir að í þeim tilvikum sem rannsóknina hefur borið á góma í samskiptum ráðherrans við lögreglustjórann hefur það snúið að þeirri viðleitni ráðuneytisins að greiða fyrir rannsókn málsins. "Er hér fyrst og fremst um að ræða atriði sem snerta upplýsingaöflun lögreglunnar frá ráðuneytinu til að hægt sé að ljúka rannsókninni eins fljótt og unnt er. Sérstaklega hef ég spurt um öryggi þeirra gagna sem lögreglan hefur fengið aðgang að hér innan ráðuneytisins og varða umrædda rannsókn ekki með nokkrum hætti. Þá hef ég spurt lögreglustjóra hvenær vænta mætti þess að rannsókninni lyki." Þá segir í bréfinu að ráðherrann hafi "innt lögreglustjóra eftir því hvort honum þætti með einhverjum hætti óviðeigandi eða óþægilegt að ég ræddi við hann um framangreind atriði eða hvort hann teldi samtöl okkar til þess fallin að hamla störfum hans. Kom fram af hans hálfu að svo væri ekki enda var honum ljóst að öll viðleitni mín í málinu laut að því að greiða fyrir framgangi rannsóknarinnar." Þetta segir í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til umboðsmanns Alþingis. Hér má lesa bréf ráðherrans í heild sinni: "Ég vísa til erindis yðar 30. júlí þar sem þér berið fram spurningar varðandi samskipti mín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lögreglurannsókn á því hvort og þá hvernig trúnaðarupplýsingar um tiltekinn hælisleitanda hafi borist úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla.Nánar tiltekið óskið þér annars vegar eftir upplýsingum um hvort ég hafi að eigin frumkvæði óskað eftir því að lögreglustjórinn kæmi til fundar/viðtals í ráðuneytinu þar sem ég hafi rætt við hann um rannsóknina. Hins vegar óskið þér eftir upplýsingum um símtöl sem ég kunni að hafa átt við lögreglustjórann um sama efni. Í erindi yðar kemur fram að þér óskið eftir þessum upplýsingum til að geta tekið afstöðu til þess hvort þér takið málið til formlegrar athugunar með hliðsjón af þeim reglum og sjónarmiðum sem talin séu eiga við um samskipti ráðherra sem fer með yfirstjórn lögreglu við stjórnendur lögregluembætta með tilliti til sjálfstæðis embættanna og ákæruvalds við rannsókn sakamála.Um fyrra atriðið er það að segja að ég hef átt fjóra almenna fundi með lögreglustjóra á tímabilinu frá því framangreind rannsókn hófst í febrúar sl., en enginn þeirra var boðaður til að ræða rannsóknina sérstaklega. Á þeim mánuðum sem þessi lögreglurannsókn hefur staðið yfir hef ég jafnframt átt símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála. Ráðherra á eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins, oft og tíðum á óformlegum nótum, og er því eins farið með lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er haldin skrá yfir þau samskipti og því er mér ekki unnt að leggja fram gögn til að upplýsa um tilvik þeirra.Rannsóknin sem málið varðar hófst í byrjun febrúar á þessu ári að ósk ríkissaksóknara. Áður hafði málið verið rannsakað eins og kostur var innan ráðuneytisins og rekstrarfélags stjórnarráðsins. Eftir að lögreglurannsóknin hófst hef ég og starfsmenn ráðuneytisins gert allt sem í okkar valdi hefur staðið til að greiða fyrir henni. Ég hef aldrei gert neitt til að hamla framgangi hennar, heldur hef þvert á móti leitast við að veita lögreglunni aðgang að öllum gögnum sem í ráðuneytinu er að finna um þetta mál. Er raunar augljóst að hagsmunir mínir og annarra starfsmanna í ráðuneytinu hafa lotið að því að rannsóknin hefði greiðan framgang og gæti lokið sem fyrst.Í þeim tilvikum sem rannsóknina hefur borið á góma í samskiptum mínum við lögreglustjórann hefur það snúið að þeirri viðleitni ráðuneytisins að greiða fyrir rannsókn málsins. Er hér fyrst og fremst um að ræða atriði sem snerta upplýsingaöflun lögreglunnar frá ráðuneytinu til að hægt sé að ljúka rannsókninni eins fljótt og unnt er. Sérstaklega hef ég spurt um öryggi þeirra gagna sem lögreglan hefur fengið aðgang að hér innan ráðuneytisins og varða umrædda rannsókn ekki með nokkrum hætti. Þá hef ég spurt lögreglustjóra hvenær vænta mætti þess að rannsókninni lyki.Þegar rannsókn málsins hófst gaf ég út þá yfirlýsingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lokið, enda ekki við hæfi að ráðherra lögreglumála tjáði sig opinberlega um rannsókn á meðan hún stæði yfir. Meðal annars af þessari ástæðu hefur sá langi tími sem rannsóknin hefur tekið verið bagalegur og t.a.m. takmarkað möguleika mína til að svara ítrekuðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opinberum vettvangi.Ástæða er til að taka fram að í ráðuneytinu er að finna mikið af trúnaðargögnum um einkamálefni fjölda fólks, sem koma umræddri rannsókn á máli hælisleitandans ekkert við. Það er mikilvægt fyrir mig og ráðuneytið að gætt sé almennra trúnaðarskyldna og almannahagsmuna þegar yfir stendur rannsókn lögreglu á tilteknu máli og lögregla krefst aðgangs að upplýsingum innan ráðuneytisins án þess að vita fyrirfram hvort í þeim kunni að vera eitthvað sem skiptir máli fyrir rannsókn hennar.Ég sem og allir starfsmenn ráðuneytisins höfum þrátt fyrir þetta lagt okkur fram um að verða við öllum óskum lögreglu um gögn og upplýsingar, þó að ljóst sé að þessar óskir hafi í ákveðnum tilvikum verið mjög víðtækar. Þannig hefur engri rannsóknarbeiðni lögreglunnar verið hafnað og hefur henni meðal annars verið heimilað að skoða farsímanotkun einstakra starfsmanna, sem og tölvupóst, borðsímanotkun og aðgangskort allra starfsmanna og var ég þar ekki undanskilin. Þá hefur lögreglunni verið heimilaður aðgangur að málaskrá ráðuneytisins, sem inniheldur þúsundir einstaklingsmála.Það hefur aldrei leikið vafi á því að lögregla og ríkissaksóknari fara með fullt forræði umræddrar rannsóknar, enda eru embættin alfarið sjálfstæð við rannsókn mála. Þá hefur mér jafnframt verið ljóst að öll samskipti ráðherra og ráðuneytisins í tengslum við umrædda rannsókn eru viðkvæm í ljósi þeirrar stöðu sem ráðuneytið hefur gagnvart lögreglunni. Þessa hef ég gætt sérstaklega í samskiptum mínum við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.Rétt er að taka fram að í samtölum okkar hef ég innt lögreglustjóra eftir því hvort honum þætti með einhverjum hætti óviðeigandi eða óþægilegt að ég ræddi við hann um framangreind atriði eða hvort hann teldi samtöl okkar til þess fallin að hamla störfum hans. Kom fram af hans hálfu að svo væri ekki enda var honum ljóst að öll viðleitni mín í málinu laut að því að greiða fyrir framgangi rannsóknarinnar. Að auki hefur sú lögfræðilega ráðgjöf sem ég hef fengið innan sem utan ráðuneytis verið á þá lund að samskipti mín við lögreglustjóra, líkt og þeim er lýst hér að ofan, væru mikilvæg til að greiða fyrir framkvæmd rannsóknarinnar.Með vísan til þess sem að framan greinir er ljóst að ég hef á engum tímapunkti reynt að hafa áhrif á rannsóknina eða þá aðila sem henni stjórna." Umboðsmaðurinn sendi ráðherranum bréf má miðvikudag þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um samskipti hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Málið tengist frétt DV í gær, en þar var því haldið fram að Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, hefði hætt vegna afskipta Hönnu Birnu þegar „Lekamálið“ svokallaða var rannsakað. Spurningar umboðsmannsins voru tvær og lutu að þáttum sem sneru að meintum afskiptum ráðherrrans. Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um fundi og símtöl ráðherrans við lögreglustjórann þáverandi og hvað fram hafi komið í máli þeirra á milli. Hanna Birna, sagði í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi fréttastofu Vísis á miðvikudag að hún ætlaði að verða við kröfum Umboðsmanns Alþingis fyrir helgi. „Í því máli sem hér er til umræður hef ég og allir starfsmenn ráðuneytisins sýnt fullan samstarfsvilja við rannsókn málsins á öllum stigum enda hefur málið verið rannsakað ítarlega. Líkt og komið hefur fram liggur niðurstaða ekki enn fyrir og mun ég þangað til ekki tjá mig frekar um málið,“ sagði hún þar meðal annars og neitaði öllum afskiptum af rannsókn lekamálsins. Lekamálið Tengdar fréttir „Protected by a silver spoon…“ Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni. 31. júlí 2014 07:00 Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Hanna svarar í dag Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. 1. ágúst 2014 13:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur nú svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. Í bréfinu segir að í þeim tilvikum sem rannsóknina hefur borið á góma í samskiptum ráðherrans við lögreglustjórann hefur það snúið að þeirri viðleitni ráðuneytisins að greiða fyrir rannsókn málsins. "Er hér fyrst og fremst um að ræða atriði sem snerta upplýsingaöflun lögreglunnar frá ráðuneytinu til að hægt sé að ljúka rannsókninni eins fljótt og unnt er. Sérstaklega hef ég spurt um öryggi þeirra gagna sem lögreglan hefur fengið aðgang að hér innan ráðuneytisins og varða umrædda rannsókn ekki með nokkrum hætti. Þá hef ég spurt lögreglustjóra hvenær vænta mætti þess að rannsókninni lyki." Þá segir í bréfinu að ráðherrann hafi "innt lögreglustjóra eftir því hvort honum þætti með einhverjum hætti óviðeigandi eða óþægilegt að ég ræddi við hann um framangreind atriði eða hvort hann teldi samtöl okkar til þess fallin að hamla störfum hans. Kom fram af hans hálfu að svo væri ekki enda var honum ljóst að öll viðleitni mín í málinu laut að því að greiða fyrir framgangi rannsóknarinnar." Þetta segir í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til umboðsmanns Alþingis. Hér má lesa bréf ráðherrans í heild sinni: "Ég vísa til erindis yðar 30. júlí þar sem þér berið fram spurningar varðandi samskipti mín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við lögreglurannsókn á því hvort og þá hvernig trúnaðarupplýsingar um tiltekinn hælisleitanda hafi borist úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla.Nánar tiltekið óskið þér annars vegar eftir upplýsingum um hvort ég hafi að eigin frumkvæði óskað eftir því að lögreglustjórinn kæmi til fundar/viðtals í ráðuneytinu þar sem ég hafi rætt við hann um rannsóknina. Hins vegar óskið þér eftir upplýsingum um símtöl sem ég kunni að hafa átt við lögreglustjórann um sama efni. Í erindi yðar kemur fram að þér óskið eftir þessum upplýsingum til að geta tekið afstöðu til þess hvort þér takið málið til formlegrar athugunar með hliðsjón af þeim reglum og sjónarmiðum sem talin séu eiga við um samskipti ráðherra sem fer með yfirstjórn lögreglu við stjórnendur lögregluembætta með tilliti til sjálfstæðis embættanna og ákæruvalds við rannsókn sakamála.Um fyrra atriðið er það að segja að ég hef átt fjóra almenna fundi með lögreglustjóra á tímabilinu frá því framangreind rannsókn hófst í febrúar sl., en enginn þeirra var boðaður til að ræða rannsóknina sérstaklega. Á þeim mánuðum sem þessi lögreglurannsókn hefur staðið yfir hef ég jafnframt átt símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna ýmissa mála. Ráðherra á eðli málsins samkvæmt reglulega samskipti við forstöðumenn undirstofnana ráðuneytisins, oft og tíðum á óformlegum nótum, og er því eins farið með lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er haldin skrá yfir þau samskipti og því er mér ekki unnt að leggja fram gögn til að upplýsa um tilvik þeirra.Rannsóknin sem málið varðar hófst í byrjun febrúar á þessu ári að ósk ríkissaksóknara. Áður hafði málið verið rannsakað eins og kostur var innan ráðuneytisins og rekstrarfélags stjórnarráðsins. Eftir að lögreglurannsóknin hófst hef ég og starfsmenn ráðuneytisins gert allt sem í okkar valdi hefur staðið til að greiða fyrir henni. Ég hef aldrei gert neitt til að hamla framgangi hennar, heldur hef þvert á móti leitast við að veita lögreglunni aðgang að öllum gögnum sem í ráðuneytinu er að finna um þetta mál. Er raunar augljóst að hagsmunir mínir og annarra starfsmanna í ráðuneytinu hafa lotið að því að rannsóknin hefði greiðan framgang og gæti lokið sem fyrst.Í þeim tilvikum sem rannsóknina hefur borið á góma í samskiptum mínum við lögreglustjórann hefur það snúið að þeirri viðleitni ráðuneytisins að greiða fyrir rannsókn málsins. Er hér fyrst og fremst um að ræða atriði sem snerta upplýsingaöflun lögreglunnar frá ráðuneytinu til að hægt sé að ljúka rannsókninni eins fljótt og unnt er. Sérstaklega hef ég spurt um öryggi þeirra gagna sem lögreglan hefur fengið aðgang að hér innan ráðuneytisins og varða umrædda rannsókn ekki með nokkrum hætti. Þá hef ég spurt lögreglustjóra hvenær vænta mætti þess að rannsókninni lyki.Þegar rannsókn málsins hófst gaf ég út þá yfirlýsingu að ég myndi ekki tjá mig um málið fyrr en henni væri lokið, enda ekki við hæfi að ráðherra lögreglumála tjáði sig opinberlega um rannsókn á meðan hún stæði yfir. Meðal annars af þessari ástæðu hefur sá langi tími sem rannsóknin hefur tekið verið bagalegur og t.a.m. takmarkað möguleika mína til að svara ítrekuðum árásum sem ég hef orðið fyrir á opinberum vettvangi.Ástæða er til að taka fram að í ráðuneytinu er að finna mikið af trúnaðargögnum um einkamálefni fjölda fólks, sem koma umræddri rannsókn á máli hælisleitandans ekkert við. Það er mikilvægt fyrir mig og ráðuneytið að gætt sé almennra trúnaðarskyldna og almannahagsmuna þegar yfir stendur rannsókn lögreglu á tilteknu máli og lögregla krefst aðgangs að upplýsingum innan ráðuneytisins án þess að vita fyrirfram hvort í þeim kunni að vera eitthvað sem skiptir máli fyrir rannsókn hennar.Ég sem og allir starfsmenn ráðuneytisins höfum þrátt fyrir þetta lagt okkur fram um að verða við öllum óskum lögreglu um gögn og upplýsingar, þó að ljóst sé að þessar óskir hafi í ákveðnum tilvikum verið mjög víðtækar. Þannig hefur engri rannsóknarbeiðni lögreglunnar verið hafnað og hefur henni meðal annars verið heimilað að skoða farsímanotkun einstakra starfsmanna, sem og tölvupóst, borðsímanotkun og aðgangskort allra starfsmanna og var ég þar ekki undanskilin. Þá hefur lögreglunni verið heimilaður aðgangur að málaskrá ráðuneytisins, sem inniheldur þúsundir einstaklingsmála.Það hefur aldrei leikið vafi á því að lögregla og ríkissaksóknari fara með fullt forræði umræddrar rannsóknar, enda eru embættin alfarið sjálfstæð við rannsókn mála. Þá hefur mér jafnframt verið ljóst að öll samskipti ráðherra og ráðuneytisins í tengslum við umrædda rannsókn eru viðkvæm í ljósi þeirrar stöðu sem ráðuneytið hefur gagnvart lögreglunni. Þessa hef ég gætt sérstaklega í samskiptum mínum við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu.Rétt er að taka fram að í samtölum okkar hef ég innt lögreglustjóra eftir því hvort honum þætti með einhverjum hætti óviðeigandi eða óþægilegt að ég ræddi við hann um framangreind atriði eða hvort hann teldi samtöl okkar til þess fallin að hamla störfum hans. Kom fram af hans hálfu að svo væri ekki enda var honum ljóst að öll viðleitni mín í málinu laut að því að greiða fyrir framgangi rannsóknarinnar. Að auki hefur sú lögfræðilega ráðgjöf sem ég hef fengið innan sem utan ráðuneytis verið á þá lund að samskipti mín við lögreglustjóra, líkt og þeim er lýst hér að ofan, væru mikilvæg til að greiða fyrir framkvæmd rannsóknarinnar.Með vísan til þess sem að framan greinir er ljóst að ég hef á engum tímapunkti reynt að hafa áhrif á rannsóknina eða þá aðila sem henni stjórna." Umboðsmaðurinn sendi ráðherranum bréf má miðvikudag þar sem hann óskaði eftir upplýsingum um samskipti hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Málið tengist frétt DV í gær, en þar var því haldið fram að Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, hefði hætt vegna afskipta Hönnu Birnu þegar „Lekamálið“ svokallaða var rannsakað. Spurningar umboðsmannsins voru tvær og lutu að þáttum sem sneru að meintum afskiptum ráðherrrans. Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um fundi og símtöl ráðherrans við lögreglustjórann þáverandi og hvað fram hafi komið í máli þeirra á milli. Hanna Birna, sagði í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi fréttastofu Vísis á miðvikudag að hún ætlaði að verða við kröfum Umboðsmanns Alþingis fyrir helgi. „Í því máli sem hér er til umræður hef ég og allir starfsmenn ráðuneytisins sýnt fullan samstarfsvilja við rannsókn málsins á öllum stigum enda hefur málið verið rannsakað ítarlega. Líkt og komið hefur fram liggur niðurstaða ekki enn fyrir og mun ég þangað til ekki tjá mig frekar um málið,“ sagði hún þar meðal annars og neitaði öllum afskiptum af rannsókn lekamálsins.
Lekamálið Tengdar fréttir „Protected by a silver spoon…“ Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni. 31. júlí 2014 07:00 Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52 Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07 Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04 Hanna svarar í dag Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. 1. ágúst 2014 13:09 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Protected by a silver spoon…“ Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni. 31. júlí 2014 07:00
Yfirlýsing frá Hönnu Birnu: Svara umboðsmanni fyrir helgi Hanna Birna neitar að hafa beitt Stefán þrýstingi, eins og kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem hún sendi Vísi. 30. júlí 2014 16:52
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Umboðsmaður hefur kallað eftir upplýsingum um meint afskipti innanríkisráðherra af rannsókn lögreglunnar á Lekamálinu svokallaða í kjölfar fréttaflutnings og samtala hans við lögreglustjóra og ríkissaksóknara. 30. júlí 2014 13:07
Íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Þingmenn stjórnarandstöðunnar íhuga að leggja fram vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra þegar þing kemur saman í haust. Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá ráðherra varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lögreglu á lekamálinu. 31. júlí 2014 13:04
Hanna svarar í dag Innanríkisráðherra veitir umboðsmanni Alþingis upplýsingar um meint afskipti af rannsókn Lekamálsins. 1. ágúst 2014 13:09