Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 19:15 Óljóst er hvar upphæðin sem svikin var út úr ríkissjóði er niðurkomin. Vísir Ekki er ljóst hvaða einstaklingur það var sem að tók við fjármunum sem sviknir voru af ríkinu, í einu umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið hér á landi. Umrædd upphæð nemur 277 milljónum króna í reiðufé og hafa peningarnir aldrei fundist. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem Vísir hefur undir höndum, en hefur ekki verið birtur opinberlega. Dómar féllu í málinu í dag, þegar átta manns voru sakfelldir fyrir stórfelld auðgunarbrot. Þyngsta dóma hlutu þeir sem sagðir voru höfuðpaurar málsins; Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra og Steingrímur Þór Ólafsson. Svikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H91 ehf. og Ólafsson-heildverslunar.Sjá einnig: Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendisFékk fjárhæð að launum fyrir verknaðinn Í dómi héraðsdóms kemur fram að Halldór Jörgen, sem starfaði í virðisaukaskattsdeild skattstjórans í Reykjavík og síðar hjá ríkisskattstjóra, hafi í starfi sínu samþykkt umsóknir félaganna Ólafsson-heildverslun ehf. og H94 ehf. um sérstaka skráningu á virðisaukaskattskrá, í september 2009 og í maí 2010. Fram kemur í ákæru að Halldór hafi skilað inn sjö virðisaukaskattsskýrslum dagsettar 21. apríl 2010 og mótteknar með stimpli skattstofu Reykjavíkur 4. maí 2010, en saman mynduðu skýrslurnar tilhæfulausa inneign hjá ríkissjóði að fjárhæð 81.130.590 krónur. Skýrslurnar voru stimplaðar „samþykkt HG.“ Þá var einni virðisaukaskýrslu H94 ehf. skilað rafrænt til ríkisskattstjóra þann 3. júní 2010 og var samkvæmt skýrslunni fyrir tímabilið mars-apríl sama ár, inneign til útgreiðslu 93.199.562 krónur. Er Halldóri gefið að sök að hafa á tímabilinu frá október 2009 til loka ágústsmánuðar 2010 tekið við fjárhæð sem nemur 9.609.500 krónum í reiðufé, frá óþekktum aðila, sem hann nýtti sér í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Því er ljóst að Halldór samþykkti tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur og leiðréttingarskýrslu með innskatti sem endurgreiðslur hárra fjárhæða úr ríkissjóði inn á bankareikninga félaganna, sem námu að lokum samtals 277.818.008 krónum. Gaf meðákærðum fyrirmæli um að taka upphæðirnar út Þá kemur fram að Steingrími Þór sé gefið að sök að hafa gefið meðákærðum fyrirmæli og leiðbeiningar, þegar ávinningur af auðgunarbroti Halldórs Jörgen, hafði verið millifærður af Tollstjóra inn á bankareikning félaganna. Steingrímur skipulagði jafnframt það hvernig úttektum og millifærslum á hinum ólögmætum fjármunum skyldi háttað og átti meðákærðu að afhenda honum þá fjármuni sem þeir tóku út í reiðufé í útibúum Arion banka og Íslandsbanka, frá október 2009 til júlí 2010. Er Steingrími gefið að sök að hafa tekið við umræddum 277.818.008 krónum í reiðufé frá meðákærðum, þrátt fyrir að hafa vitað að um illa fengið fé var að ræða og afhent þá ónafngreindum aðila. Kemur fram að Steingrímur hafi neitað sök og kvaðst hann ekki hafa vitað hvort að umslag sem hann rétti meðákærðum fyrir verkið, hafi innihaldið peninga eða eitthvað annað, enda ekki um hans eigin peninga að ræða. Afhenti ónafngreindum aðila fjármunina sem enn eru týndir Steingrímur segir fyrir dómi að ónafngreindur aðili hefði sagt að koma þyrfti löglegum peningum til landsins vegna hnökra í bankakerfinu. Hinir ákærðu í málinu hafa hins vegar sagt frá því fyrir dómi að Steingrímur hafi útskýrt fyrir þeim að uppruna peninganna væri endurgreiðsla frá skattinum. Því þykir Héraðdsdómi ljóst að ákærði hefur borið með tvennum hætti um uppruna peninganna og því geti það ekki staðist að um löglega fengið fé sé um að ræða, sem Steingrímur varðveitti um stund og afhenti síðan hinum ónafngreinda manni. Ljóst sé að Steingrímur hafi fengið í sinn hlut 8 milljónir króna, sem þóknun fyrir verkið. Héraðsdómur telur að Steingrímur hafi játað aðild sína að málinu. Hann hafi varðveitt umrædda upphæð um stund og loks afhent fjármunina hinum ónafngreinda aðila. Eins og áður segir er ekki ljóst um hvaða einstakling er að ræða, þegar minnst er á ónafngreindan aðila í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þær tæpu 277 milljónir sem sviknar voru út úr íslenskum ríkissjóði eru því enn heillum horfnar, í fórum hins ónafngreinda aðila. Þó leiða megi líkum að því, að þóknanir sem hinir ákærðu fengu, hafi verið hluti upphaflegu upphæðarinnar, en þóknanirnar nema samtals um 39 milljónum króna. VSK-málið Tengdar fréttir Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ekki er ljóst hvaða einstaklingur það var sem að tók við fjármunum sem sviknir voru af ríkinu, í einu umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið hér á landi. Umrædd upphæð nemur 277 milljónum króna í reiðufé og hafa peningarnir aldrei fundist. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem Vísir hefur undir höndum, en hefur ekki verið birtur opinberlega. Dómar féllu í málinu í dag, þegar átta manns voru sakfelldir fyrir stórfelld auðgunarbrot. Þyngsta dóma hlutu þeir sem sagðir voru höfuðpaurar málsins; Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra og Steingrímur Þór Ólafsson. Svikin fóru fram í nafni tveggja félaga, H91 ehf. og Ólafsson-heildverslunar.Sjá einnig: Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendisFékk fjárhæð að launum fyrir verknaðinn Í dómi héraðsdóms kemur fram að Halldór Jörgen, sem starfaði í virðisaukaskattsdeild skattstjórans í Reykjavík og síðar hjá ríkisskattstjóra, hafi í starfi sínu samþykkt umsóknir félaganna Ólafsson-heildverslun ehf. og H94 ehf. um sérstaka skráningu á virðisaukaskattskrá, í september 2009 og í maí 2010. Fram kemur í ákæru að Halldór hafi skilað inn sjö virðisaukaskattsskýrslum dagsettar 21. apríl 2010 og mótteknar með stimpli skattstofu Reykjavíkur 4. maí 2010, en saman mynduðu skýrslurnar tilhæfulausa inneign hjá ríkissjóði að fjárhæð 81.130.590 krónur. Skýrslurnar voru stimplaðar „samþykkt HG.“ Þá var einni virðisaukaskýrslu H94 ehf. skilað rafrænt til ríkisskattstjóra þann 3. júní 2010 og var samkvæmt skýrslunni fyrir tímabilið mars-apríl sama ár, inneign til útgreiðslu 93.199.562 krónur. Er Halldóri gefið að sök að hafa á tímabilinu frá október 2009 til loka ágústsmánuðar 2010 tekið við fjárhæð sem nemur 9.609.500 krónum í reiðufé, frá óþekktum aðila, sem hann nýtti sér í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Því er ljóst að Halldór samþykkti tilhæfulausar virðisaukaskattsskýrslur og leiðréttingarskýrslu með innskatti sem endurgreiðslur hárra fjárhæða úr ríkissjóði inn á bankareikninga félaganna, sem námu að lokum samtals 277.818.008 krónum. Gaf meðákærðum fyrirmæli um að taka upphæðirnar út Þá kemur fram að Steingrími Þór sé gefið að sök að hafa gefið meðákærðum fyrirmæli og leiðbeiningar, þegar ávinningur af auðgunarbroti Halldórs Jörgen, hafði verið millifærður af Tollstjóra inn á bankareikning félaganna. Steingrímur skipulagði jafnframt það hvernig úttektum og millifærslum á hinum ólögmætum fjármunum skyldi háttað og átti meðákærðu að afhenda honum þá fjármuni sem þeir tóku út í reiðufé í útibúum Arion banka og Íslandsbanka, frá október 2009 til júlí 2010. Er Steingrími gefið að sök að hafa tekið við umræddum 277.818.008 krónum í reiðufé frá meðákærðum, þrátt fyrir að hafa vitað að um illa fengið fé var að ræða og afhent þá ónafngreindum aðila. Kemur fram að Steingrímur hafi neitað sök og kvaðst hann ekki hafa vitað hvort að umslag sem hann rétti meðákærðum fyrir verkið, hafi innihaldið peninga eða eitthvað annað, enda ekki um hans eigin peninga að ræða. Afhenti ónafngreindum aðila fjármunina sem enn eru týndir Steingrímur segir fyrir dómi að ónafngreindur aðili hefði sagt að koma þyrfti löglegum peningum til landsins vegna hnökra í bankakerfinu. Hinir ákærðu í málinu hafa hins vegar sagt frá því fyrir dómi að Steingrímur hafi útskýrt fyrir þeim að uppruna peninganna væri endurgreiðsla frá skattinum. Því þykir Héraðdsdómi ljóst að ákærði hefur borið með tvennum hætti um uppruna peninganna og því geti það ekki staðist að um löglega fengið fé sé um að ræða, sem Steingrímur varðveitti um stund og afhenti síðan hinum ónafngreinda manni. Ljóst sé að Steingrímur hafi fengið í sinn hlut 8 milljónir króna, sem þóknun fyrir verkið. Héraðsdómur telur að Steingrímur hafi játað aðild sína að málinu. Hann hafi varðveitt umrædda upphæð um stund og loks afhent fjármunina hinum ónafngreinda aðila. Eins og áður segir er ekki ljóst um hvaða einstakling er að ræða, þegar minnst er á ónafngreindan aðila í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Þær tæpu 277 milljónir sem sviknar voru út úr íslenskum ríkissjóði eru því enn heillum horfnar, í fórum hins ónafngreinda aðila. Þó leiða megi líkum að því, að þóknanir sem hinir ákærðu fengu, hafi verið hluti upphaflegu upphæðarinnar, en þóknanirnar nema samtals um 39 milljónum króna.
VSK-málið Tengdar fréttir Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12