Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 20:42 Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Vísir/Vilhelm Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira