Blessun lögð yfir kaup Haga á Reykjavíkur Apóteki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 17:07 Finnur Árnason, forstjóri Haga. Samkeppnieftirlitið gerir engar athugasemdir við kaup Haga á Reykjavíkur Apóteki. Þetta kemur fram í ákvörðun eftirlitsins sem tók samrunann til skoðunar. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til íhlutunar af hálfu eftirlitsins. Meginstarfsemi Reykjavíkur Apóteks felst í rekstri samnefndrar lyfjaverslunar að Seljavegi í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ljóst er að meginstarfsemi samrunaaðila fer ekki fram á sama markaði enda störfuðu Hagar ekki á lyfsölumarkaði fyrir samrunann. Þá liggur fyrir að hlutdeild og markaðsstyrkur Reykjavíkur Apóteks er takmarkaður í samanburði við stærri aðila á lyfjamarkaði, enda rekur Reykjavíkur Apótek aðeins eina lyfjaverslun. Hlutdeild apóteksins í sölu á þeim vörum þar sem starfsemi fyrirtækjanna skarast einkum, þ.e. sala á snyrti- og hreinlætisvörum, er auk þess hverfandi. Þá voru ekki til staðar önnur atriði sem réttlætt gátu íhlutun vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni.Fram kom í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga fyrr á árinu, í Markaðnum að stjórnendur Haga hefðu leitað leiða til að styrkja grunnstoðir félagsins, en á sama tíma að efla og auka umsvif fyrirtækisins. Meðal skrefa sem hefðu verið stigin var sameining við hinn rótgróna eldsneytissala Olís. Við það jókst veltan um 40 prósent. Sóknin kom í kjölfar tímabils sem varið var í að „þétta reksturinn“ í takt við breytt rekstrarumhverfi svo gripið sé til orðalags Finns Árnasonar forstjóra. Samstæðan lokaði um 25 þúsund verslunarfermetrum, þar á meðal fataverslunum og hluta af verslunarrými Hagkaups, á síðustu fimm árum. Annað skref sem var stigið var að kaupa Lyfju, en Samkeppniseftirlitið meinaði Högum að kaupa keðjuna sumarið 2017. Kaup Haga á 90 prósenta hlut í Reykjavíkur Apóteki, sem í samanburði við Lyfju og Haga er lítill rekstur, var næsta skref. Nú geta kaupin gengið í gegn. Finnur var spurður að því í vor hver hugmyndin væri að kaupunum og hvort stefnt yrði að því að nota vörumerkið áfram. „Við horfum til þess að byggja á grunni þessa fyrirtækis og opna nýjar verslanir. Það eru ákveðnar staðsetningar til skoðunar. Um leið og kaupin verða samþykkt liggur fyrir hvar fyrsta apótekið verður opnað. Það er ekki horft til þess að reka apótek á hverju horni heldur að byggja upp fyrirtækið af skynsemi og yfirvegun,“ sagði Finnur. „Við teljum vörumerkið Reykjavíkur Apótek mjög sterkt og vel til þess fallið að byggja á.“ Lyf Markaðir Reykjavík Tengdar fréttir Erfið staða á meðan beðið er eftir SKE Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að vinnan með Samkeppniseftirlitinu vegna sameiningar við Olís hafi tekið fimmtán mánuði. Hagar vinna að skipulagi á reit í Breiðholti með allt að 400 íbúðum. Önnur hver flík er keypt erlendis. 20. mars 2019 07:30 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Samkeppnieftirlitið gerir engar athugasemdir við kaup Haga á Reykjavíkur Apóteki. Þetta kemur fram í ákvörðun eftirlitsins sem tók samrunann til skoðunar. Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til íhlutunar af hálfu eftirlitsins. Meginstarfsemi Reykjavíkur Apóteks felst í rekstri samnefndrar lyfjaverslunar að Seljavegi í Vesturbæ Reykjavíkur. „Ljóst er að meginstarfsemi samrunaaðila fer ekki fram á sama markaði enda störfuðu Hagar ekki á lyfsölumarkaði fyrir samrunann. Þá liggur fyrir að hlutdeild og markaðsstyrkur Reykjavíkur Apóteks er takmarkaður í samanburði við stærri aðila á lyfjamarkaði, enda rekur Reykjavíkur Apótek aðeins eina lyfjaverslun. Hlutdeild apóteksins í sölu á þeim vörum þar sem starfsemi fyrirtækjanna skarast einkum, þ.e. sala á snyrti- og hreinlætisvörum, er auk þess hverfandi. Þá voru ekki til staðar önnur atriði sem réttlætt gátu íhlutun vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni.Fram kom í viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga fyrr á árinu, í Markaðnum að stjórnendur Haga hefðu leitað leiða til að styrkja grunnstoðir félagsins, en á sama tíma að efla og auka umsvif fyrirtækisins. Meðal skrefa sem hefðu verið stigin var sameining við hinn rótgróna eldsneytissala Olís. Við það jókst veltan um 40 prósent. Sóknin kom í kjölfar tímabils sem varið var í að „þétta reksturinn“ í takt við breytt rekstrarumhverfi svo gripið sé til orðalags Finns Árnasonar forstjóra. Samstæðan lokaði um 25 þúsund verslunarfermetrum, þar á meðal fataverslunum og hluta af verslunarrými Hagkaups, á síðustu fimm árum. Annað skref sem var stigið var að kaupa Lyfju, en Samkeppniseftirlitið meinaði Högum að kaupa keðjuna sumarið 2017. Kaup Haga á 90 prósenta hlut í Reykjavíkur Apóteki, sem í samanburði við Lyfju og Haga er lítill rekstur, var næsta skref. Nú geta kaupin gengið í gegn. Finnur var spurður að því í vor hver hugmyndin væri að kaupunum og hvort stefnt yrði að því að nota vörumerkið áfram. „Við horfum til þess að byggja á grunni þessa fyrirtækis og opna nýjar verslanir. Það eru ákveðnar staðsetningar til skoðunar. Um leið og kaupin verða samþykkt liggur fyrir hvar fyrsta apótekið verður opnað. Það er ekki horft til þess að reka apótek á hverju horni heldur að byggja upp fyrirtækið af skynsemi og yfirvegun,“ sagði Finnur. „Við teljum vörumerkið Reykjavíkur Apótek mjög sterkt og vel til þess fallið að byggja á.“
Lyf Markaðir Reykjavík Tengdar fréttir Erfið staða á meðan beðið er eftir SKE Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að vinnan með Samkeppniseftirlitinu vegna sameiningar við Olís hafi tekið fimmtán mánuði. Hagar vinna að skipulagi á reit í Breiðholti með allt að 400 íbúðum. Önnur hver flík er keypt erlendis. 20. mars 2019 07:30 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Erfið staða á meðan beðið er eftir SKE Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að vinnan með Samkeppniseftirlitinu vegna sameiningar við Olís hafi tekið fimmtán mánuði. Hagar vinna að skipulagi á reit í Breiðholti með allt að 400 íbúðum. Önnur hver flík er keypt erlendis. 20. mars 2019 07:30