Stjarna Íslands á EM: Réttindalaus og launalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 09:00 Anton Sveinn McKee. EPA/PATRICK B. KRAEMER Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST Sund Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Sjá meira
Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST
Sund Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Sjá meira