Frumvarp um útlendinga umdeilt innan ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2020 12:00 Dómsmálaráðherra segist vilja gera útlendingalögin skýrari en þau eru nú. Stöð 2/Einar Árnason Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum á Alþingi í gærkvöldi. Frumvarpið einfaldar og flýtir afgreiðslu umsókna fólks sem þegar hefur fengið vernd í öðrum evrópuríkjum. Þingflokkur forsætisráðherra gerir fyrirvara við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra á Alþingi í gær. Reynsla af lögum um útlendinga frá árinu 2016 hafi leitt í ljós að nauðsynlegt væri að gera breytingar á þeim til að framkvæmd og meðferð mála væru skýr og gagnsæ. Dómsmálaráðherra segir að dregið hafi úr umsóknum fólks frá svo kölluðum öruggum ríkjum en þeim hafi fjölgað frá fólki sem væri þegar komið með vernd í öðrum evrópuríkjum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir harmaði breytingar í frumvarpinu nú þegar kórónuveirufaraldurinn gengi yfir heimsbyggðina. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir frumvarpið fela í sér fortakslaust bann við að taka tiltekin mál útlendinga til efnislegrar meðferðar.Vísir/Vilhelm „Þegar við vitum að flóttamannabúðir í Grikklandi eiga það vel á hættu að verða mjög illa úti í þessum faraldri á komandi mánuðum ætla hæstvirtur dómsmálaráðherra og hæstvirt ríkisstjórn að drífa sig í að auðvelda stjórnvöldum að vísa fólki beint til Grikklands aftur,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði stjórnvöld hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna Covid19 faraldursins og veitt fólki leyfi til dvalar í landinu tímabundið. Enginn hafi verið sendur til Grikklands eða Ungverjalands á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar frá árinu 2010. „Verndarkerfið er fyrir fólk sem er ekki með vernd. Það þarf að forgangshraða þannig svo við veitum þeim sem eru að verða fyrir ómannúðlegri meðferð og eru að flýja hér stríðsástand vernd með skilmerkilegum og hröðum hætti. Þannig er það eins í löndunum í kringum okkur,“ sagði Áslaug Arna. Steinunn Þóra Árnadóttir segir þingflokk VG leggjast gegn aukinni sjálfvirknivæðingu við afgreiðslu umsókna útlendinga.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna sagði þingflokkinn hafa sett ýmsa fyrirvara við frumvarpið þegar það var kynnt í honum. „Sér í lagi það hvernig tekið er á málefnum fólks sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. En þar erum við mótfallin því að innleitt verði kerfi þar sem leiðir til aukinnar sjálfvirknivæðingar í þeim efnum,“ sagði Steinunn Þóra. Þórhildur Sunna sagðist reyna að átta sig á fyrirvara þingflokks Vinstri grænna því ýmis stjórnarfrumvörp hafi strandað vegna þess að aðrir stjórnarflokkar hleyptu þeim ekki út úr sínum röðum. Hún minnti á að í kosningastefnu Vinstri grænna segði meðal annars að Ísland þyrfi að axla ábyrgð og koma fólki til hjálpar eins og mögulegt væri, bæði með því að taka á móti fleira flóttafólki og styðja við að fólk gæti lifað með reisn annars staðar í heiminum. „Í þessu frumvarpi þykir tilefni til að hverfa frá þeirri framkvæmd að umsóknir einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd séu teknar til efnislegrar meðferðar á grundvelli undantekninga um sérstök tengsl og sérstakar ástæður. Þetta er fortakslaust bann við að taka þessi mál til efnismeðferðar sem við erum að ræða hér,“ sagði Þórhildur Sunna. Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið í gærkvöldi. Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Frjálshyggjustefna í útlendingamálum Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. 9. mars 2020 11:00 Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum á Alþingi í gærkvöldi. Frumvarpið einfaldar og flýtir afgreiðslu umsókna fólks sem þegar hefur fengið vernd í öðrum evrópuríkjum. Þingflokkur forsætisráðherra gerir fyrirvara við frumvarpið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um útlendinga og atvinnuréttindi þeirra á Alþingi í gær. Reynsla af lögum um útlendinga frá árinu 2016 hafi leitt í ljós að nauðsynlegt væri að gera breytingar á þeim til að framkvæmd og meðferð mála væru skýr og gagnsæ. Dómsmálaráðherra segir að dregið hafi úr umsóknum fólks frá svo kölluðum öruggum ríkjum en þeim hafi fjölgað frá fólki sem væri þegar komið með vernd í öðrum evrópuríkjum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir harmaði breytingar í frumvarpinu nú þegar kórónuveirufaraldurinn gengi yfir heimsbyggðina. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir frumvarpið fela í sér fortakslaust bann við að taka tiltekin mál útlendinga til efnislegrar meðferðar.Vísir/Vilhelm „Þegar við vitum að flóttamannabúðir í Grikklandi eiga það vel á hættu að verða mjög illa úti í þessum faraldri á komandi mánuðum ætla hæstvirtur dómsmálaráðherra og hæstvirt ríkisstjórn að drífa sig í að auðvelda stjórnvöldum að vísa fólki beint til Grikklands aftur,“ sagði Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra sagði stjórnvöld hafa gripið til sérstakra ráðstafana vegna Covid19 faraldursins og veitt fólki leyfi til dvalar í landinu tímabundið. Enginn hafi verið sendur til Grikklands eða Ungverjalands á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar frá árinu 2010. „Verndarkerfið er fyrir fólk sem er ekki með vernd. Það þarf að forgangshraða þannig svo við veitum þeim sem eru að verða fyrir ómannúðlegri meðferð og eru að flýja hér stríðsástand vernd með skilmerkilegum og hröðum hætti. Þannig er það eins í löndunum í kringum okkur,“ sagði Áslaug Arna. Steinunn Þóra Árnadóttir segir þingflokk VG leggjast gegn aukinni sjálfvirknivæðingu við afgreiðslu umsókna útlendinga.Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna sagði þingflokkinn hafa sett ýmsa fyrirvara við frumvarpið þegar það var kynnt í honum. „Sér í lagi það hvernig tekið er á málefnum fólks sem hefur hlotið alþjóðlega vernd. En þar erum við mótfallin því að innleitt verði kerfi þar sem leiðir til aukinnar sjálfvirknivæðingar í þeim efnum,“ sagði Steinunn Þóra. Þórhildur Sunna sagðist reyna að átta sig á fyrirvara þingflokks Vinstri grænna því ýmis stjórnarfrumvörp hafi strandað vegna þess að aðrir stjórnarflokkar hleyptu þeim ekki út úr sínum röðum. Hún minnti á að í kosningastefnu Vinstri grænna segði meðal annars að Ísland þyrfi að axla ábyrgð og koma fólki til hjálpar eins og mögulegt væri, bæði með því að taka á móti fleira flóttafólki og styðja við að fólk gæti lifað með reisn annars staðar í heiminum. „Í þessu frumvarpi þykir tilefni til að hverfa frá þeirri framkvæmd að umsóknir einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd séu teknar til efnislegrar meðferðar á grundvelli undantekninga um sérstök tengsl og sérstakar ástæður. Þetta er fortakslaust bann við að taka þessi mál til efnismeðferðar sem við erum að ræða hér,“ sagði Þórhildur Sunna. Ekki tókst að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið í gærkvöldi.
Hælisleitendur Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55 Frjálshyggjustefna í útlendingamálum Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. 9. mars 2020 11:00 Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Fyrrverandi sendifulltrúi SÞ vegna mannréttinda flóttafólks telur grísk stjórnvöld brjóta réttindi flóttafólks með leynifangelsi nærri landamærunum að Tyrklandi. New York Times segir að sýrlensku flóttafólki sé haldið þar áður en því sé vísað úr landi án þess að vera gefið tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. 11. mars 2020 10:55
Frjálshyggjustefna í útlendingamálum Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. 9. mars 2020 11:00
Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13