Fjallið ekki í neinum vafa: Ég mun rota Eddie í fyrstu lotu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kominn í mun betra formi og hefur ennþá eitt ár til að undirbúa sig enn betur. Þess mynd birti hann á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Sjá meira