HM í pílu aftur í beinni og áhorfendur verða leyfðir í Alexöndru höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 15:01 Hin litríki Peter Wright fagnar hér heimsmeistaratitlinum sínum í fyrra. AP/Alex Davidson Röddin og bestu pílukastarar heims frá aftur sviðsljósið hjá Stöð 2 Sport í jólamánuðinum. Heimsmeistaramótið í pílukasti er árlegur viðburður í hátíðarmánuðinum og líkt og í fyrra þá verður mótið í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. HM í pílu hefst 15. desember næstkomandi og mun ljúka með úrslitaleik sem fer fram 3. janúar á nýju ári. Allir keppnishlutar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og alls erum við að tala um 114 klukkutíma af heimsklassa pílukasti. Alls verða 28 keppnishlutar á sextán keppnisdögum á þessu tímabili en ekki verður keppt 24., 25., 26. og 31. desember. For the first time since March, fans will have the chance to attend darts in the UK @OfficialPDC confirm up to 1000 tickets will go on sale for each session of the @WilliamHill World Darts Championship @SkySportsDarts December 15-January 3— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 2, 2020 Páll Sævar Guðjónsson, sem margir þekkja undir gælunafninu Röddin, er okkar mesti sérfræðingur í pílukasti og hann mun lýsa því sem fram fer á heimsmeistaramótinu alveg eins og í fyrra. Keppnin fer að venju fram í Alexöndru höllinni í London og áhorfendur verða leyfðir á kvöldunum. Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á allt íþróttastarf í heiminum en Englendingar byrja aftur að hleypa áhorfendum inn á íþróttaviðburði í desember. Það verður ekki eins troðið og oft áður í Alexöndru höllinni en það má engu að síður búast við mikilli stemmningu sem setur alltaf mikinn svið á keppnina. The details you ve all been waiting for... !Subscribe to a PDCTV Annual Membership before 1400 GMT (Dec 2) to qualify for priority access to 2020/21 @WilliamHill World Darts Championship tickets!Subscribe https://t.co/8PfZGUGkua pic.twitter.com/pgKGZwQIPu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 2, 2020 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Heimsmeistaramótið í fyrra var mikil skemmtun og vakti mikla athygli á íþróttinni bæði hér á landi sem og erlendis. Peter Wright varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen, margföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum. Fallon Sherrock sló líka í gegn en hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu. Fallon vann bæði Ted Evetts og Mensur Suljovic á mótinu í fyrra. PETER WRIGHT IS THE WORLD CHAMPION He defeats Michael van Gerwen 7-3 and wins his first ever PDC World Darts Championship pic.twitter.com/QPkrojXujc— ODDSbible (@ODDSbible) January 1, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti er árlegur viðburður í hátíðarmánuðinum og líkt og í fyrra þá verður mótið í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. HM í pílu hefst 15. desember næstkomandi og mun ljúka með úrslitaleik sem fer fram 3. janúar á nýju ári. Allir keppnishlutar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og alls erum við að tala um 114 klukkutíma af heimsklassa pílukasti. Alls verða 28 keppnishlutar á sextán keppnisdögum á þessu tímabili en ekki verður keppt 24., 25., 26. og 31. desember. For the first time since March, fans will have the chance to attend darts in the UK @OfficialPDC confirm up to 1000 tickets will go on sale for each session of the @WilliamHill World Darts Championship @SkySportsDarts December 15-January 3— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 2, 2020 Páll Sævar Guðjónsson, sem margir þekkja undir gælunafninu Röddin, er okkar mesti sérfræðingur í pílukasti og hann mun lýsa því sem fram fer á heimsmeistaramótinu alveg eins og í fyrra. Keppnin fer að venju fram í Alexöndru höllinni í London og áhorfendur verða leyfðir á kvöldunum. Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á allt íþróttastarf í heiminum en Englendingar byrja aftur að hleypa áhorfendum inn á íþróttaviðburði í desember. Það verður ekki eins troðið og oft áður í Alexöndru höllinni en það má engu að síður búast við mikilli stemmningu sem setur alltaf mikinn svið á keppnina. The details you ve all been waiting for... !Subscribe to a PDCTV Annual Membership before 1400 GMT (Dec 2) to qualify for priority access to 2020/21 @WilliamHill World Darts Championship tickets!Subscribe https://t.co/8PfZGUGkua pic.twitter.com/pgKGZwQIPu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 2, 2020 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Heimsmeistaramótið í fyrra var mikil skemmtun og vakti mikla athygli á íþróttinni bæði hér á landi sem og erlendis. Peter Wright varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen, margföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum. Fallon Sherrock sló líka í gegn en hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu. Fallon vann bæði Ted Evetts og Mensur Suljovic á mótinu í fyrra. PETER WRIGHT IS THE WORLD CHAMPION He defeats Michael van Gerwen 7-3 and wins his first ever PDC World Darts Championship pic.twitter.com/QPkrojXujc— ODDSbible (@ODDSbible) January 1, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Fleiri fréttir Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Sjá meira