Gekk yfir nýstorknað hraun á leið frá gígnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 14:43 Fótur ferðamannsins fer í gegnum þunna skorpuna á nýstorknuðu hrauninu. Kevin Páges Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður. Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13