Innlent

Hraun­flæði á­fram mest til austurs

Atli Ísleifsson skrifar
Tæpar tvær vikur eru nú liðnar frá upphafi nýjasta gossins á Sundhnúkagígsröðinni.
Tæpar tvær vikur eru nú liðnar frá upphafi nýjasta gossins á Sundhnúkagígsröðinni. Vísir/Vilhelm

Lítil sem engin breyting hefur verið á gosinu á Sundhnúkagígsröðinni í nótt. Hraunflæði er áfram mest til austur og suðausturs og er framrás á jaðrinum hæg.

Frá þessu segir í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar í morgun, en tæpar tvær vikur eru nú liðnar frá því að gosið hófst.

Þar kemur fram að veðurspá geri ráð fyrir suðlægri eða breytilegri átt framan af degi í dag og muni gosmengun aðallega verast til norðurs og norðvesturs.

Hægt er að fylgjast með gasmenguninni á vef Veðurstofunnar og sömuleiðis rauntímamælinum á síðu Umhverfisstofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×