Ein af sögum mótsins: 66 ára gamli Lim skellti Humphries Anton Ingi Leifsson skrifar 18. desember 2020 23:01 Lim vann hugu og hjörtu píluheimsins með sigrinum í kvöld. Luke Walker/Getty Images Saga dagsins á heimsmeistaramótinu í pílukasti er Paul Lim. Hinn 66 ára gamli Lim kemur frá Singapúr og gerði sér lítið fyrir og fleygði Luke Humphries úr keppni. Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira
Það stefndi flest í auðveldan sigur Luke Humphries sem er mun ofar en Lim á heimslistanum en einnig hefur Lim varla spilað pílu á árinu vegna faraldursins. Hann hefur ekki náð að taka þátt í neinum mótum. Luke komst í 2-0 en þá vaknaði hinn þaulreyndi Lim. Hann vann sig hægt og rólega inn í leikinn og jafnaði metin í 2-2. Það þurfti því úrslitasett um sætið í 32-manna úrslitunum og hinn brosmildi Lim vann orystuna 3-1. Incredible scenes here at Ally Pally as 66-year-old Paul Lim, in his 25th World Championship, comes from 2-0 down to defeat Luke Humphries 3-2!Now that, was DRAMA! pic.twitter.com/UUscNmsZQf— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Dagurinn byrjaði hins vegar ekki vel fyrir þá sem vonuðust eftir spennandi degi. Fyrstu tveir leikir dagsins fóru 3-0 og þar var lítið um spennu. Það var fyrst í leik Wayne Jones og Ciarán Teehan sem spenna myndaðist en sá leikur fór alla leið í úrslitasett. Fyrstu tveir leikir kvöldsins, fóru líkt og leikur Luke og Paul Lim, í úrslitasett en Dirk van Duijvenbode og hinn þaulreyndi John Henderson komust áfram eftir 3-2 sigra. Í síðasta leik kvöldsins var það svo James Wade sem lenti ekki í neinum vandræðum með Callan Rydz. Lokatölur 3-0. It's a comprehensive whitewash victory for James Wade over a below par Callan Rydz to close out the action on Day Four! pic.twitter.com/C38SmzwRlc— PDC Darts (@OfficialPDC) December 18, 2020 Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Öll úrslit dagsins: Mickey Mansell - Haupai Puha 3-0 Darius Labanauskas - Chengan Liu 3-0 Wayne Jones - Ciarán Teehan 3-2 Jamie Hughes - Adam Hunt 0-3 Dirk van Duijvenbode - Bradley Brooks 3-2 John Henderson - Marko Kantele 3-2 Luke Humphries - Paul Lim 2-3 James Wade - Callan Rydz 3-0
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Sjá meira